Danska hagkerfið dregst saman vegna kóvid

Danska efnahagskerfið dróst saman við lokun í landinu vegna kóvid á fyrsta ársfjórðungi, að sögn norsku fréttastofunnar NTB.

Svokallaður landsframleiðslu vísir lækkaði um 1,5 prósent samkvæmt dönsku hagstofunni. Vísirinn sýnir þróunina frá fyrri ársfjórðungi.

Samdrátturinn er sá næst mesti síðan í fjármálakreppunni árið 2009. Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs – í upphafi heimsfaraldurs – dróst danska hagkerfið saman um allt að 6,7 prósent.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR