Danmörk: Frekari opnanir í dag

Í dag verður aflétt enn frekar samkomutakmörkunum í Danmörku. Framhaldsskólar landsins mega hefja starfsemi, skemmtigarðar opna, söfn, bíó og almenningsgarðar svo eitthvað sé nefnt.

Þó er tekið fram að starfsemi í lýðháskólum og kvöldskólum er háð því að nemendur hafi verið prófaðir fyrir veirusmiti áður en þeir koma aftur í skólastarfið.

Ekki er vitað annað en skemmtigarðurinn Tivoli í Kaupmannahöfn muni opna upp á gátt í dag en aðrir skemmtigarðar ætla að opna á föstudag svo sem Bakken og tívólíið í Árósum. Vitanlega eru þessar tilsklakanir háðar ýmsum skilyrðum um varúðarreglur í umgengni og þrifnaði. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR