Danir vilja samstarf um bóluefni – en ekki við Svíþjóð

Bólusetning Dana gengur vel. Danmörk er komin lengst af Norðurlöndum og er í þriðja sæti alls ESB hvað varðar hlutfall íbúanna sem hafa verið bólusettir. 9,6 prósent hafa fengið fyrsta skammtinn, skrifar SvD sem tók viðtal við stjórnmálafræðinginn Rune Stubager, prófessor við Árósaháskóla.

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, hefur gagnrýnt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir seinagang í samningum um bóluefni. Á sama tíma, eftir ferð til Ísraels, hefur hún hafið danskt og ísraelskt bóluefnasamstarf.

Þótt gagnrýnendur og sérfræðingar velti fyrir sér um hvað samstarfið muni snúast 

Þó Ísrael hafi ekki þróað bóluefni sjálft, telur prófessor Rune Stubager að ferðin sýni pólitískar aðgerðir sem séu vel þegnar af dönskum kjósendum.

En að Danir myndu þróa bóluefni ásamt Svíþjóð er næstum óhugsandi núna, segir Stubager við SvD.

– Þegar kemur að kóróna er Svíþjóð nefnt sem dæmi um hvernig eigi að klúðramálunum og því sé samstarf við Svía ekki inni í myndinni eða áhugavert. Að miklu leyti snýst þetta um dauðföllinn af völdum veirunnar, segir Rune Stubager.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR