Danir ráða ekki við brjóstakrabbameinsleit

Sjáland og höfuðborgarsvæðið í Danmörku leita nú til útlanda í von um að geta ráðið starfsfólk til rannsókna vegna brjóstakrabbameins.

Það er ekki nægt starfsfólk þegar gera þarf skimun á konum á aldrinum 50-69 ára fyrir brjóstakrabbameini og það hefur valdið töfum.

– Við höfum hafið alþjóðlega nýliðun til að ráða sérfræðinga í geislafræði til skoðunar á brjósti til Danmerkur, segir lækningastjóri Sjællands Universitetshospital Jesper Gyllenborg.

Það er sérstaklega í Bretlandi, Noregi, Spáni og Þýskalandi sem Region Zealand er að reyna að ráða nýja starfsbræður.

Á Sjálandi eru tvö ár og sex mánuðir milli reglubundinna skimana á brjóstakrabbameini – það er þremur mánuðum of langt segja sérfræðinar.

Málið er athyglisvert í því ljósi að íslenski heilbrigðisráðherrann Svandís Svavarsdóttir ákvað að senda sýni til Danmerkur frá Íslandi til greiningar. Ákvörðunin hefur sætt harðri gagnrýni og Svandís ásökuðuð um að stefna lífi og heilsu fjölda kvenna í hættu. Það hefur komið á daginn að Danir virðast ekki ráða við verkefnið og ætti það ekki að undra miðað við að þeir sjálfir eru í miklum vandræðum með eigin mál.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR