Erlent

Nú verða Bretar sjálfir að ákveða hvaða ESB-reglur þeir ættu að hunsa

Að frumkvæði Sajiid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, ætti að leyfa borgurum að koma með ábendingar um óþarfa reglur og skriffinnsku ESB sem landið ætti að afskrifa, skrifar Financial Times. Ríkisstjórn Boris Johnson hefur áður sagt að landið hyggist víkja frá reglum ESB en hefur ekki tilgreint hvaða reglur það myndi snúast um. Frumkvæði ríkisstjórnarinnar, sem gert …

Nú verða Bretar sjálfir að ákveða hvaða ESB-reglur þeir ættu að hunsa Read More »

Fjármálaráðherra Skotlands segir af sér eftir sms sendingu til 16 ára drengs

Fjármálaráðherra Skotlands hefur sagt af sér eftir að upp hefur komist um 270 skilaboð frá honum með sms til 16 ára drengs. Í skilaboðunum kallaði hann drengin „sætan“ og mun hann hafa boðið honum út að borða og koma með sér á rúgbýleik. Ráðherrann, hinn 42 ára Derek Mackay, er þingmaður Skoska þjóðarflokksins. Hann hefur …

Fjármálaráðherra Skotlands segir af sér eftir sms sendingu til 16 ára drengs Read More »

Vill að kosið verði aftur því úrslitin eru henni ekki að skapi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að kosning frjálslynds leiðtoga í austurhluta Þýskalands með aðstoð frá hægri- hinum hægri borgaralega AfD-flokki – sé „ófyrirgefanleg“ og því verði að snúa við. Thomas Kemmerich úr flokki Frjálsra deómkrata (FDP) var kosinn forsætisráðherra í sambandslandinu Thuringia eftir að AfD, öllum að óvörum, greiddi atkvæði með honum. Er kosningunni lýst …

Vill að kosið verði aftur því úrslitin eru henni ekki að skapi Read More »

Nýfætt barn greint með veiruna

Barn hefur verið greint, 30 klukkustundum eftir fæðingu, með kórónaveiruna í Kína. Þetta er í fyrsta skipti sem vitað er til þess að svo ungt barn sé smitað af veirunni. Barnið fæddist í Wuhan þar sem veirufaraldurinn er í hámarki. Vitað var að móðirin var smituð fyrir fæðinguna og velta vísindamenn nú fyrir sér hvernig …

Nýfætt barn greint með veiruna Read More »

Donald Trump sýknaður

Forseti Bandaríkjanna stóð af sér aðför demókrata á Bandaríkjaþingi. Var forsetinn ákærður í tveimur liðum og var hann sýknaður af fyrri og seinni ákærulið í öldungardeildinni um embættisbrot í kvöld. Málalyktir er mikill sigur fyrir forsetann og eru stjórnmálaspekúlantar samála um að málið hafi hugsanlega snúist gegn demókrötum og muni valda þeim vandræðum í komandi …

Donald Trump sýknaður Read More »

Neyðarástand á Nýja-Sjálandi vegna rigninga

Nýja-Sjáland hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að 1.000 millimetra rigningu á suðurhluta eyjunnar á 60 klukkustundum, sem leiddi til skriðufalla og að ár flæddu yfir bakka sína. Um 6.000 íbúum í samfélögum Gore, Mataura og Wyndham hefur verið skipað að rýma svæðið. Rýming með þyrlum Um 200 ferðamenn voru fastir við Milford Sound fjörð, sem …

Neyðarástand á Nýja-Sjálandi vegna rigninga Read More »

Seinkanir á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn

Mikil örtröð hefur verið á flugvellinum í Kaupmannahöfn vegna verkfallsaðgerða öryggisvarða. Fáir hafa komist í gegnum öryggisleit þar vegna verkfallanna. Öryggisverðir deila við flugvallaryfirvöld um greiðslur vegna yfirvinnu. Einnig er kerkja í öryggisvörðum vegna uppsagna þar sem öryggisvörðum með 20 – 30 ára starfsreynslu var sagt upp og nýtt fólk ráðið í ströf þeirra.  Yfirmenn …

Seinkanir á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn Read More »

Landamæragirðing Donalds Trumps rís

Verðið á landamæramúr  Donalds Trumps forseta hefur náð 11 milljarða dala markinu – eða tæpar 20 milljónir dala á mílu – og verður hann þar með dýrasti múr sinnar tegundar í heiminum. Í stöðuskýrslu í síðustu viku greindi bandaríska tolla- og landamæraverndin (U.S. Customs and Border Protection) sem hefur umsjón með veggjum, frá því að …

Landamæragirðing Donalds Trumps rís Read More »

Handtóku mann vegna grunsamlegrar hegðunar þar sem réttað er yfir grunuðum hryðjuverkamönnum

Danska lögreglan handtók í dag mann vegna grunsamlegrar hegðunar fyrir utan dómshús í Roskilde. Þar er nú réttað yfir þremur útlægum Írönum fyrir að hafa njósnað í Danmörku fyrir Sádí-Araba.  Samkvæmt dönsku lögreglunni er maðurinn arabískur í útliti og mun hafa keyrt um á bíl með belgískum númerum samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Hegðun hans fyrir …

Handtóku mann vegna grunsamlegrar hegðunar þar sem réttað er yfir grunuðum hryðjuverkamönnum Read More »

Belgi smitaðist í sænskri flugvél af kórónaveirunni

Staðfest hefur verið að belgískur ríkisborgari hafi smitast af kórónaveirunni. Þetta kemur fram hjá heilbrigðisráðuneyti Belgíu samkvæmt nokkrum fjölmiðlum. Sá var á ferð í sömu flugvél og tólf Svíar sem lentu í Marseille á sunnudag eftir að hafa verið fluttir á brott frá Wuhan í Kína. Samkvæmt Reuters segir belgíska heilbrigðisráðuneytið að sýkta einstaklingnum líði …

Belgi smitaðist í sænskri flugvél af kórónaveirunni Read More »