Brutu reglur – Fóru í gufubað saman og smituðust af kórónaveirunni

Stór hópur nemenda í Gerlev íþróttalýðháskólanum (Idrætshøjskole)  hefur fengið jákvætt svar við skimun á kórónuveirunni. Það er niðurstaðan eftir að allt að 30 nemendur í síðustu viku brutu viðmið skólans og fóru saman í gufubað. Gufubaðsgufan olli því að smit dreifðist eins og eldur í sinu í lýðháskólanum. 

– Því miður er staðan sú að við erum með 42 smitaða nemendur, segir skólastjóri við Gerlev íþróttalýðháskólanum Tania Dethlefsen. Yfir 100 nemendur hafa verið sendir heim en enn eru 30 nemendur eftir í skólanum vegna þess að þeir geta ekki verið einangraðir heima af ýmsum ástæðum. Þrír af þeim nemendum sem eftir eru hafa prófast jákvætt og eru nú einangraðir í skólanum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR