Breytingar á lögum um ríkisborgararétt: Bann lagt við að hættulegir einstaklingar fái ríkisborgararétt

Í breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, sem samþykkt voru á Alþingi 24. febrúar 2020 og tóku gildi 1. apríl, er gert ráð fyrir því að þeir sem hafi dvalið hér á grundvelli skilríkja eða upplýsinga sem ekki reynast réttar, þá má ekki reikna þann tíma inn í þau skilyrði sem þarf til að uppfylla rétt til umsóknar á ríkisborgararétti, það er að segja sá tími reiknast ekki sem búseta hér á landi. 

Einnig er mælt fyrir um að „Sá sem talinn er ógna mikilvægum þjóðarhagsmunum, öryggi ríkisins eða utanríkisstefnu þess á ekki rétt á íslenskum ríkisborgararétti.“

Einnig er mælt fyrir um að „Sá sem talinn er ógna mikilvægum þjóðarhagsmunum, öryggi ríkisins eða utanríkisstefnu þess á ekki rétt á íslenskum ríkisborgararétti.“

Einnig er mælt fyrir um að þeir sem hafi framið alvarleg brot skuli þurfa að bíða í allt að 25 ár til að öðlast rétt til þess að fá að sækja um ríkisborgararétt enda hafi viðkomandi í því tilviki borið alvarlega af sér og fengið dóm sem hljóðar upp á allt að 10 ár. Hér fyrir neðan má sjá nánari útlistun sem fylgir frumvarpinu:

3. gr.

     Á eftir 9. gr. laganna kemur ný grein, 9. gr. a, svohljóðandi: 
     Hafi umsækjandi sætt sektum eða fangelsisrefsingu er heimilt að víkja frá skilyrðum 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. að liðnum biðtíma sem greinir í eftirfarandi töflu ef sekt hefur verið greidd að fullu eða refsing fullnustuð með öðrum hætti og aðrar upplýsingar um umsækjanda mæla ekki gegn því: 

RefsingBiðtími
Sekt lægri en 80.000 kr.Eng­inn biðtími.
Sekt 80.000–200.000 kr.Að liðnu einu ári frá því að brot var framið.
Sekt 200.001–300.000 kr.Að liðnum tveim­ur árum frá því að brot var framið.
Sekt 300.001–1.000.000 kr.Að liðnum þrem­ur árum frá því að brot var framið.
Sekt hærri en 1.000.000 kr.Að liðnum fimm árum frá því að brot var framið.
Fang­elsi allt að 60 dag­ar.Að liðnum sex árum frá því að refs­ing var afplánuð eða frá veit­ingu reynslu­lausn­ar.
Fang­elsi allt að sex mánuðir.Að liðnum átta árum frá því að refs­ing var afplánuð eða frá veit­ingu reynslu­lausn­ar.
Fang­elsi allt að eitt ár.Að liðnum níu árum frá því að refs­ing var afplánuð eða frá veit­ingu reynslu­lausn­ar.
Fang­elsi allt að tvö ár.Að liðnum 10 árum frá því að refs­ing var afplánuð eða frá veit­ingu reynslu­lausn­ar.
Fang­elsi allt að fimm ár.Að liðnum 12 árum frá því að refs­ing var afplánuð eða frá veit­ingu reynslu­lausn­ar.
Fang­elsi allt að tíu ár.Að liðnum 14 árum frá því að refs­ing var afplánuð eða frá veit­ingu reynslu­lausn­ar.
Fang­elsi meira en tíu ár.Að liðnum 25 árum frá því að refs­ing var afplánuð eða frá veit­ingu reynslu­lausn­ar.
Skil­orðsbund­inn dóm­ur.Að liðnum þrem­ur árum frá því að skil­orðstími er liðinn.
Ákvörðun refs­ing­ar frestað skil­orðsbundið.Að liðnum tveim­ur árum frá því að skil­orðstími er liðinn.
Ákvörðun um skil­orðsbundna ákæru­frest­un.Að liðnu einu ári frá því að skil­orðstími er liðinn.

     Þegar talið er að refsing sé úttekin með gæsluvarðhaldi reiknast tíminn frá því að viðkomandi var látinn laus. 
     Ef hluti dóms er skilorðsbundinn hefst biðtími þegar afplánun lýkur og miðast hann við lengd óskilorðsbundna dómsins. 
     Ef umsækjandi hefur einungis sætt sektarrefsingu og samanlögð fjárhæð sekta er lægri en 200.001 kr. er heimilt að veita íslenskan ríkisborgararétt ef aðrar upplýsingar um umsækjanda mæla ekki gegn því, enda sé liðið að minnsta kosti eitt ár frá því að síðasta brot var framið. 
     Ef umsækjandi hefur framið fleiri en eitt brot sem ekki heyra undir 4. mgr. reiknast biðtíminn frá því broti sem síðast var framið eða dómur fullnustaður, sbr. töflu 1. mgr., en með telst biðtími sem gildir um hvert og eitt brot sem framið hefur verið þar á undan eða eftirstöðvar hans sé hluti biðtímans liðinn. 
     Ef umsækjandi hefur verið dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun er biðtíminn 14 ár frá því að öryggisgæslu lýkur. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR