Breyta sjó í ferskvatn

Bylgjuvirkjanir í sjó geta framleitt rafmagn. Þá er öldugangur notaður til að keyra túrbínu. En í framtíðinni mun svipuð tækni einnig að geta umbreytt sjó í ferskvatn, sem hægt er að nota til dæmis í þróunarlöndum til vökvunar á túnum eða á heimilinu.

Það er fyrirtækið Exowave sem mun byggja slíka verksmiðju sem verður prófuð í sjónum við Hanstholm í Danmörku þar sem er þekkingar- og prófunarmiðstöð fyrir þróun bylgjuorku.

Verkefnið er styrkt með 4,5 milljónum danskra króna af dönsku orkustofnuninni.

– Við getum nýtt orkuna á allt annan hátt með því að keyra sjóinn í hreinsunarferli og á þann hátt fengið vatnsgæði sem eru góð til iðnaðarnota, fyrir fyrirtæki og í þróunarlöndunum, segir stjórnarformaðurinnn Martin Dahl frá Exowave.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR