Bresk fyrirtæki hamstra vörur á lager og búast við að samningar náist ekki vegna þvermóðsku ESB

Mjöl, sykur, dósamatur og vélahlutir sem framleiddir eru í Danmörku og öðrum ESB-löndum eru nú hamstraðir í stórum stíl af Bretum.

Þótt ESB og Bretland séu enn ekki sammála um framtíðarsamstarf eru bresk fyrirtæki orðin óþreyjufull og eru í því að fylla hillurnar af vörum að utan.

Frá þessu greina breskir fjölmiðlar og danskur iðnaður (DI) staðfestir þróunina.

Síðustu tvo mánuði hefur útflutningur frá Danmörku til Bretlands aukist töluvert. Þetta stafar fyrst og fremst af því að breskir innflytjendur eru að reyna að fá vörur á lager, þannig að þeir verði tilbúnir fyrir 1. janúar, segir Michael Svane, framkvæmdastjóri iðnaðarins hjá DI Transport.

Í lok ársins rennur út aðlögunartímabilið sem Bretar og ESB hafa verið í síðan Bretar yfirgáfu samstarfið 31. janúar á þessu ári.

Þannig er Bretland líka loks að kveðja innri markaði ESB. Og þar sem stór mál eins og deilan um viðskipti og fiskveiðar virðist ekki vera að leysast milli aðilana um þessar mundir, þora margir Bretar ekki að trúa á að það náist að gera farsælan samning og umskipti til hins betra en búa sig undir  óvissra framtíð i viðskiptum milli Evrópu og Bretlands.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR