Bóluefnið komið til Íslands: Ráðherra með fiðrildi í maganum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist ekki hafa nafn og kennitölu þess sem fyrstur fær sprautu með bóluefninu gegn kórónaveirunni þegar hún var spurð að því hver yrði fyrstur til að fá sprautu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. 

En ráðherrann sagðist vera með fiðrildi í maganum í tilefni af komu bóluefnisins. 

Svandís sagði að stór forgangshópur og þeir sem fyrstir fengju sprautu með bóluefninu væri fólk á elliheimilum.

Hún tók fram að lokum að sóttvörnum væri ekki lokið þó bóluefnið væri komið til landsins.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR