Biden skorar á Trump að fara í sjónvarp og krefjast þess að mótmælendur fari heim

Biden sagði í sjónvarpsávarpi nú rétt áðan að hann teldi að mótmælendur sem stormað hefðu þinghúsið væru skríll. Hann sagði að þetta væri ekki ameríska leiðin.

Hún væri heiður, kærleiki og friður. Það sem nú væri að gerast væri ekki lýðræði.

Á sama tíma sýndu sjónvarpsstöðvar þjóðvarðliða komna á staðinn og byrjaðir að reyna að ryðja svæðið fyrir utan þinghúsið.

Hann sagðist miður sín yfir því hvað væri að gerast í þinghúsinu.

Biden sagði að fólk hlustaði á forseta sinn, „svo að Trump foresti, stígðu fram og endaðu þetta,“ sagði Biden að lokum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR