Benjamin Netanyahu verða á mismæli og kallar Ísrael ,,kjarnorkuveldi“

Í augljósu mismæli á sunnudag lýsti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, landinu sem kjarnorkuveldi áður en hann leiðrétti sjálfan sig með vandræðalegri höfuðhneigingu og brosi. Ísraelar eru almennt taldir hafa kjarnorkuvopnabúr en hafa aldrei staðfest eða neitað að þeir séu með kjarnavopn og verið tvíræðnir um málið í áratugi, hvorki neitað né staðfest.

Mismæli Netanyahu áttu sér stað á vikulegum fundi ríkisstjórnarinnar þegar hann las á hebresku og undirbjó athugasemdir um samning við Grikkland og Kýpur um jarðgasleiðslu. „Mikilvægi þessa verkefnis er að við erum að breyta Ísrael í kjarnorkuveldi,“ sagði hann, áður en hann leiðrétti sig fljótt og sagði „orkuveldi“.

Hann þagnaði síðan augnablik, viðurkenndi mistök sín óbeint með bros á vör og brá svo við með ummælum sínum.

Hið sjaldgæfa klúður frá einum fágaðasta stjórnmálamanni í Ísrael spurðist hratt út á samfélagsmiðlum.

Netanyahu berst fyrir pólitísku lífi sínu í kosningum þann 2. mars n.k. eftir tvær niðurstöðulausar kosningar í apríl og september á síðasta ári. Í nóvember var hann ákærður fyrir spillingu, sem hann neitar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR