Belgískt bóluefni verndar hamstur gegn kórónaveirunni

Fá bólusetningarteymi, gegn kórónaveirunni, hafa birt niðurstöður sínar. Í Leuven hlakka vísindamenn til rannsókna á mönnum. Eftir inndælingu á bóluefni í hamstranna sem notaðir eru í rannsókn vísindamannanna í Leuven varð strax allt að hálfu milljón sinnum minna af kórónaveirunni í blóðinu. Þetta eru fyrstu niðurstöður rannsóknar á bóluefni gegn kórónaveirunni frá veirufræðingum við háskólann í Leuven í Belgíu. DR fjallar um málið.

– Stakur skammtur var nóg til að verja gegn smiti. Hjá nokkrum dýrum gerðist þetta innan tíu daga frá bólusetningu, skrifa vísindamennirnir í skýrslu sinni.

Til að kanna bóluefnið var hamstrunum skipt í tvo hópa. Einn hópurinn var bólusettur en hinn ekki. Þá drógu vísindamennirnir dropa um nasir dýranna af SARS CoV-2 vírusnum. Hann veldur lungnabólgu. Einkenni lungnabólgu eru svipuð og hjá fólki með COVID-19.

Bólusettir hamstrar fengu alls ekki lungnabólgu. Aftur á móti fengu dýrin, sem fengu ekki sprautu, lungnabólgu.

Byggt á bóluefni gegn gulusótt

Um heim allan eru um 160 bóluefni í þróun. Talsvert margt af fólki sem vinnur að rannsókn á bóluefni hefur birt niðurstöður sínar. Leuven verkefnið er það eina sem byggir á núverandi bóluefni – nefnilega gegn gulusótt. Sjúkdómurinn getur valdið hita, höfuðverk og ógleði og í alvarlegum tilvikum gulu. Vísindamenn hafa aðlagað bóluefnið gegn gulu í von um að það virki gegn kórónaveirunni.

– Bóluefnið gegn gulusótt hefur sannað virkni sína. Það hefur verið notað í um það bil 80 ár. Á því tímabili hafa næstum 800 milljónir verið bólusettar gegn gulu. Stakur skammtur ver gegn gulu og endist alla ævi, segir prófessor Johan Neyts, sem leiðir hópinn sem rannsakar bóluefnið.

Ekki fyrst – kannski best

Þrátt fyrir velgengni munu vísindamenn aðeins fara að prófa bóluefnið á mönnum undir lok ársins.

– Það er of snemmt að finna fólk sem henntar í tilraunirnar núna. Ef allt gengur eftir getum við byrjað í desember sagði prófessor Corinne Vandermeulen við belgíska sjónvarpið.

Um allan heim prófa nú vísindamenn yfir tuttugu mismunandi bóluefni á menn.

– Við munum ekki vera fyrstir, en kannski erum við einna bestir þegar til langs tíma er litið, segir einn rannsóknarmanna við belgíska sjónvarpið.

Samstarfsaðili í lyfjageiranum

Fyrst og fremst er ástæðan fyrir hversu tímafrekt þetta er kostnaður við þróun bóluefnisins. Háskóli stendur að baki rannsóknunum. Skólinn getur ekki tekið fjárhagslega áhættu sem hefur í för með sér að fara í dýrar klínískar rannsóknir, sögðu vísindamennirnir.

– Að framleiða mikið af bóluefni þarf milljónir eða jafnvel milljarða evra. Háskólinn í Leuven getur ekki staðið undir því. Til lengri tíma litið verðum við að ganga til samstarfs við lyfjafyrirtæki, segir Johan Neyts.

En fyrst verða þeir að gera nokkrar tilraunir.

– Þróun bóluefnis er langur holóttur vegur. Þú ert aldrei viss um hvaða stefnu það mun taka. Venjulega komast um 10 prósent allra bóluefna á lokastig, að verða nothæf. Við vonumst til að verða meðal þeirra sem ná svo langt, segir sá sem leiðir rannsóknarteymið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR