Beint flug komið á milli Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmana

Sú sögulega staðreynd átti sér stað á dögunum, að beint flug milli landanna komst á og í fyrsta fluginu var flogið yfir Sádi-Arabíu. Það er einnig sögulegt í sjálfu sér að Sádar skuli leyfa slíkt flug í lofthelgi sinni.

Annað tengt þessu er að Donald Trump er tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrir framlag sitt við að koma á frið milli ríkja í MIðausturlöndum og sérstaklega fyrir friðarsamkomulag Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

Tilnefningin sem Christian Tybring-Gjedde, þingmaður norska þingsins, lagði fram, hrósaði Trump fyrir viðleitni sína til að leysa langvarandi átök um allan heim.

„Mér til sóma held ég að hann hafi gert meira til að skapa frið milli þjóða en flestir aðrir tilnefndir til friðarverðlauna,“ sagði Tybring-Gjedde.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR