Barnaheill: Vilja styðja börn sem „velja“ að nota fíkniefni

„Þegar fólk er komið í þau spor að vera háð vímuefnum og velur sér að nýta…nota fíkniefni þá er auðvitað ástæða til að styðja fólk frekar heldur en að kannski líta frekar á það sem glæpamenn eða glæpafólk,“ sagði Þóra Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Barnaheillum í viðtali við fréttir RÚV í kvöld. Tilefnið er frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að lögleiða að ákveðið magn af fíkniefnum sem finnst í fórum fólks verði ekki refsivert. Þetta hafa fylgjendur frumvarpsins kallað „afglæpavæðingu.“ Þeir sem helst styðja frumvarpið eru, og hvað ákafastir, Píratar, Samfylking og Vinstri-græn. Sama fólk með Svandísi heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar hefur líka talað ákaft fyrir því sem kallað hefur verið lögleiðing á„neyslurýmum.“ Í svoleiðis rýmum eiga fíkniefnaneytendur að hafa friðhelgi og afdrep til að neyta fíkiefna með hjálp ríkisins og bæjarfélaga.

Barnaheill virðast þannig líta svo á að óþroskuð börn séu fær um að „velja“ sér að nota fíkniefni en séu ekki plötuð eða tæld til þess af öðrum eins og til dæmis sölumönnum  fíkniefna. Yfirlýsing framkvæmdastjóra Barnaheilla hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir stuðningsaðila samtakanna og foreldra almennt. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR