Barist um ákvörðunarrétt forseta Íslands

Forsetakosningar eru framundan í mánuðinum. Valið stendur á milli tveggja frambjóðenda, þeirra Guðmund Franklín Jónssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, sitjandi forseta. 

Ljóst er þegar að talsverður munur er á þessum frambjóðendum, bæði í framkomu og áherslum. Því ætti valkosturinn að vera skýr í hugum kjósenda þegar komið er í kjörklefann. En er það svo? Vita kjósendur almennt hvað er í húfi og um hvað er barist í raun í þessari kosningabaráttu?

Mikið er rætt um málskotsréttinn í kosningabaráttunni. Kjósendur vita að af reynslu að Guðni Th. Jóhannesson er tregur til að beita málskotsréttindinum fræga, sbr. orkupakkamáli 3, en segist muni beita honum við réttar aðstæður. Guðmund Franklín segir hins vegar beinum orðum að málskotsrétturinn verði ótvírætt beittur ef stór mál komi upp og bendir á orkupakka 4 og 5. 

Þarna er talað um beitingu valds, þ.e.a.s. framsal valds úr höndum Alþingis í úrskurð þjóðarinnar. En valdsvið forseta Íslands er mun meira og meira er undir en kann að vera við fyrstu sýn. Eins og komið hefur fram áður á þessum vettvangi, snúast fyrstu 30 greinar meira og minna um valdsvið forseta Íslands.  Guðmundur Franklín hefur boðað nota annað stjórnarskrárákvæði en hina 26, hann ætlar að virkja 25 grein hennar sem hljómar svona: ,,Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.“  Guðmundur segir að það verði sitt fyrsta verk, og er með lagafrumvarp tilbúið, að lækka laun forseta Íslands um helming. Þetta eru nýmæli en ekkert segir að svo sé ekki, ef stjórnarskrárákvæðið er túlkað beint.

Lærðir fræðimenn hafa skrifað heilu doðrantanna um 26. greinina. Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ (1. tbl. 2. árg. 2006, Erindi og greinar) skrifaði grein sem ber heitið ,,Vald forseta sem handhafa framkvæmdarvalds.“

Björg er á þeirri skoðun atbeini beggja handhafa framkvæmdarvalds er þörf. Hún segir orðrétt: ,,Vegna fyrirmæla stjórnarskrárinnar um sameiginlega meðferð valdsins og 19. gr. hennar sem áður er nefnd er þó ótvírætt að atbeina beggja handhafa er þörf til þeirra athafna sem stjórnarskráin telur og jafnframt hefur verið leitt af þeim að forsetinn geti ekki átt neitt frumkvæði að slíkum athöfnum. Þannig myndi forseti engan veginn geta ákveðið upp á sitt eindæmi að undirrita milliríkjasamning, setja bráðabirgðalög eða kalla saman þing svo dæmi séu tekin, án þess að atbeini ráðherra kæmi til.“

Stjórnarskrágreinarnar um forseta Ísland snúast mikið um samskipti forsetans og Alþingis. En afskiptavald hans af framkvæmdarvaldinu eru töluverð. Samkvæmt 20. gr. segir að forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla….Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það….Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.“

Embættisskipan forsetann leiðir af sér að hann gegnir lykilhlutverki við myndun ríkisstjórnar og ráðherra hennar sem eru jafnframt æðstu embættismenn landsins. En stjórnarskráin ætlast til að dagleg stjórn sé í höndum ráðherra, sbr. ,,13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ Og ,,11. gr.  Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.“

En þar með er ekki sagt að vald forseta takmarkaðs við skipun ríkisstjórnar. Björg Thorarensen segir í fyrrnefndri grein þetta: ,,,,Skiptari skoðanir eru hins vegar um áhrif þess að forseti neiti að undirrita ákvarðanir ráðherra um tiltekin málefni þar sem stjórnarskráin áskilur undirritun hans við þau störf sem lýst hefur verið hér að framan. Þeir sem lengst vilja ganga í þeirri skoðun að völd forsetans sem handhafa framkvæmdarvalds séu að öllu leyti formsatriði líta einfaldlega svo á að slík neitun væri markleysa. Þeirrar skoðunar er m.a. Þór Vilhjálmsson. Á öndverðri skoðun eru þeir fræðimenn sem benda á að forsetinn verði ekki þvingaður til þess að undirrita ákvarðanir ráðherra þar sem stjórnarskráin áskilur undirritun og slík ákvörðun geti einfaldlega ekki tekið gildi. Á þessari skoðun eru til dæmis bæði Ólafur Jóhannesson og Sigurður Líndal og verður hér tekið undir þau sjónarmið.“

Af þessu má vera ljóst að allir helstu sérfræðingar landsins í stjórnarskrárlögum eru sammála um forsetinn verði ekki þvingaður til þess að undirrita ákvarðanir ráðherra og ef lögin eru ekki undirrituð, þá öðlast þau ekki gildi, svo einfalt er það. Er það ekki neitunarvald?

Mikið hefur verið deilt um mál barnaníðinga í tíð Guðna Th. og hvort hann hafi haft rétt til að neita að skrifa undir uppreins æru til þeirra handa. Hann taldi sig ekki geta það á sínum tíma og skrifaði undir en samkvæmt mati stjórnarskrársérfræðinga, var hann í fullum rétti til þess. Þess má geta að Ólafur neitaði að skrifa undir uppreisn æru sömu manna. Guðni viðurkennir mistökin í viðtali á mbl.is í grein sem ber heitið ,,Þarna brást kerfið og þarna brást ég“ og seg­ir að hann hafi brugðist þegar þegar Ró­bert Dow­ney og Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son voru á meðal þeirra sem fengu upp­reist æru hjá stjórn­völd­um eft­ir að hafa setið í fang­elsi vegna kyn­ferðis­brota gegn börn­um. Þá skrifaði for­set­inn und­ir bréf frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu til staðfest­ing­ar á upp­reist æru fyr­ir þessa menn.

Ef til vill munu úrslit þessar kosningar leiða í ljós raunverulegt valdsvið forseta Íslands.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR