Banvæn veira í Kína: Von á þúsundum Kínverja til Íslands en stjórnvöld sjá ekki ástæðu til varúðarráðstafana

Dularfull lungnasýking hefur greinst í Kína og hefur tilfellum fjölgjað ískyggilega hratt. Því hefur verið haldið fram af sérfræðingum sem kynnt hafa sér málið að Kínastjórn haldi raunverulegum tölum um fjölda smitaða leyndum en hingað til hefur verið talað um nokkra tugi smitaða. Sérfræðingar halda því hinsvegar fram að allt að tvö þúsund séu smitaðir en sú áætlun er frá síðustu viku og má því búast við að ennþá fleiri séu smitaðir. Vart hefur orðið við að smit sé farið að berast til landa í kring um Kína.

Íslensk stjórnvöld ætla ekki að halda uppi eftirliti í Keflavík

Það kemur fram á heimasíðu landlæknis að ekki stendur til að halda upp sérstöku eftirliti á Keflavíkurflugvelli, skimun, líkt og mörg önnur lönd hafa gert, vegna aukinnar komu fólks frá Kína og Asíu.Engin ástæða er gefin fyrir þeirri ákvörðun. Vitað er að kínverskt flugfélag hefur í hyggju að fljúga reglulega frá Kína til landsins. Einnig hefur komið fram að sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til þess að vara fólk við að ferðast til Kína þrátt fyrir þá staðreynd að tilfelli hafa greinst í Tælandi, Japan og Suður-Kóreu og er um að ræða fólk sem hefur nýlega ferðast til Kína.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR