Bandarískur þáttastjórnandi gagnrýnir YouTube harðlega fyrir ritskoðun á myndbandi um kórónuveiruna – Hann segir: „Ritskoðun snýst aldrei um vísindi, heldur vald“

Fréttaskýring. Þáttastjórnandinn Tucker Carlson, hóf samnefnda þátt sinn á þriðjudaginn með því að gagnrýna harðlega það sem hann kallar ,,fáranlegar ráðstafanir“ sem eitt af leiðandi tæknifyrirtækjum á sviði samfélagsmiðla hefur gripið til og segir vera liður í að berjast gegn „röngum upplýsingum“ um heimsfaraldur kórónuveirunnar.

„Við erum ekki alveg viss hver hin fullkomnu viðbrögð við þessari heimsfaraldri eru … það er ekkert hlutlægt svar til í augnablikinu,“ sagði Carlson. ,,Í besta falli getum við plægt áfram akurinn með opnum hug og góðri trú. Meira upplýst umræða er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda til að taka skynsamlegar ákvarðanir fram í tímann. Því miður fyrir okkur öll er upplýst umræða nákvæmlega það sem stjórnvöld vilja ekki. Þau vilja óumdeilda hlýðni og þau eru að berja niður frjálsa tjáningu í skyni. “

Ummæli Carlson komu í kjölfar þess að YouTube fjarlægði mjög dreift myndband sem sýnir viðtal við dr. Daniel Erickson frá Bakersfield, Kaliforníu –  Dr. Daniel Erickson of Bakersfield, Calif. Í myndbandinu fullyrti Erickson að læknar væru hvattir til að tengja dauðsföll við COVID-19 til að auka áhyggjur af heimsfaraldrinum.

„Stór tæknifyrirtæki nota þennan harmleik til að auka vald sitt yfir almenningi.“- Tucker Carlson

,,Áhorfendur á myndbandi Ericksons voru undrandi og í raun orðlausir vegna innihalds þáttarins. Þeir sendu myndskeiðið til vina sem sendu það áfram til vina sinna og skyndilega höfðu milljónum manna sem eyddu síðustu sex vikunum í fylgjast með mataræði ,,Tiger King“ og internetmeðlima, byrjaðir að fylgjast með edrú hugarfari, vísindamenn í læknisfræði að lesa upphátt úr tölfræði töflum,“ sagði Carlson.

Í gærkvöldi lokaði YouTube á myndskeið læknisins. Það var enginn tilvijun, YouTube viðurkenndi að hafa gert það. Fyrirtækið vitnaði í brot á leiðbeiningum fyrirtækisins og baðst ekki afsökunar.

Fyrr á þriðjudag tilkynnti YouTube um útvíkkun á svo kallaða staðreyndarrýnis þjónustu til Bandaríkjanna. Staðreyndarýni er svo kallað ,,fact check“, þar sem fjölmiðlaefni er staðfest rétt eða greint falskt, allt eftir því hvernig þeir hjá YouTube meta ,,sannleikann“ í hver sinni.

Myndbandamiðillinn YouTube, er í eigu Google, sem kom á þessa þjónustu – staðreynarýni. Hún gengur út á að veita staðfestingu, frá þriðja aðila  á hvað eru réttar fréttir eða annað fjölmiðlaefni frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum og var þessi ,,þjónusta“ komið fyrst á, í Brasilíu og Indlandi á síðasta ári.

 „Þegar þessu er lokið er líklegt að við lítum til baka á þessa stund, það sem YouTube gerði, sem vendipunktur í því hvernig við búum í þessu landi; sem brot  á 250 ára sögu laga og venja,“ sagði Carlson.

,,Myndband læknisins var framleitt af sjónvarpsstöð á staðnum. Það var í raun hefðbundið fréttaefni. Myndskeiðið var ekki klámfengið og brýtur ekki í bága við höfundarrétt eða hvetur til ofbeldis. Eina réttlætingin fyrir því að taka það niður var að læknarnir höfðu komist að öðrum niðurstöðum en fólkið sem nú ræður, “hélt hann áfram.

,,Þetta er birtingamynd ágreinings frá rétttrúnaðinum á YouTube. Það ásamt móðurfyrirtæki þess, Google, hafa nú opinberlega bannað andóf. Forstjóri YouTube viðurkenndi það opinskátt,” sagði Carlson og vísaði til nýlegs viðtals þar sem forstjóri Youtube tilkynnti að samfélagsveitan myndi fjarlægja allt kórónuveiru-efni sem það teldi vera „vandmeðfarið“.

Í síðustu viku sagði Susan Wojcicki, forstjóri YouTube, við CNN að „allt sem myndi ganga gegn tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar [WHO] væri brot á stefnu okkar.“

„Hugleiðum þetta í smá stund,“ segir Tucker Carlson. ,,Sem hluti af umræðu er varðar vísindi er þetta fáránlegt. Eins og allir aðrir sem taka þátt í stefnumótun gagnvart heimsfaraldurnum hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) haft rangt fyrir sér í tillögum sínum. Í janúar sagði WHO okkur að kórónaveiran gæti ekki breiðst út frá manni til manns. Í mars sögðu þeir okkur að andlitsgrímur virkuðu ekki. Þetta eru lygar og þeir hjá WHO voru velkomnir á vettvangi Google. Læknar sem voru að meðhöndla sjúklinga með veiruna hafa á sama tíma verið bannaðir á þessum vettvangi.

,,Svo nei, þetta snýst ekki um vísindi,” sagði Carlson að lokum. ,,Ritskoðun snýst aldrei um vísindi, hún snýst um völd. Stór tæknifyrirtæki nota þennan harmleik til að auka vald sitt yfir almenningi.”

,,Hin frjása pressa okkar er til til að þrýsta á móti misnotkun á valdi eins og þessu. Það er eina ástæðan fyrir því að við höfum stjórnarskrárvarin réttindi til tjáningar. Allt í einu hafa fjölmiðlar okkar ekki áhyggjur af málfrelsi,” varaði Carlson við.

„Fjölmiðlar okkar eru ekki lengur að ögra valdinu, þeir eru í valdasamkrulli með valdstjórninni.“

Hér má sjá myndbandið, sem YouTube hefur ekki getað haldið niður, þar sem það birtist á svo mörgu vígstöðvum, að ,,staðreyndarýnis deild” þeirra nær ekki að halda niðri niðurhölun þess: https://www.youtube.com/watch?v=hV8QtgDHvgw

Hér má sjá hugleiðingar Tucker Carlsson: https://www.foxnews.com/opinion/tucker-carlson-big-tech-is-using-coronavirus-to-increase-its-power-and-the-us-is-becoming-more-like-china

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR