Bandaríkjastjórn dregur Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) til ábyrgðar

Trump forseti sendi út harðort bréf seint á mánudag til forstjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þar sem hann fullyrti að stjórn hans hafi framkvæmt rannsókn sem staðfesti marghátta mistök heilbrigðisstofnunarinnar á fyrstu stigum heimsfaraldursins og varaði við því að núverandi frysting á fjárframlagi Bandaríkjanna verði varanleg ef samtökin gera ekki „efnislegar“ endurbætur innan 30 daga.

„Það er ljóst að ítrekuð mistök hjá þér og samtökum þínum í að bregðast við heimsfaraldrinum hafa verið mjög dýr fyrir heiminn,“ skrifaði hann í bréfinu til Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus. „Eina leiðin fyrir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina fram á veg er ef hún getur í raun sýnt fram á sjálfstæði sitt frá Kína.“

Talsmenn Hvíta hússins hafa ítrekað sagt að stjórnvöld í Kína hafa gert lítið úr faraldrinum í desember, sem leiddi að heimsfaraldur braust síðar út. Kínverjar neita þessum ásökunum.

Trump tilkynnti í apríl að Bandaríkin myndu stöðva fjármögnun til samtakanna tímabundið. Hann sagði á sínum tíma að stjórn hans myndi ráðast í 60 til 90 daga rannsókn á því hvers vegna „Kína-miðað“ WHO hefði valdið „svo miklum dauða“ með „verulega misstjórnun og að hylja“ útbreiðslu kórónaveirunnar, meðal annars með ,,hörmulegu” ákvörðunina sína um að andmæla ferðahömlum á Kína sem Bandaríkjastjórn setti á.

Bréfið sem Trump sendi til WHO inniheldur lista yfir annmarka hjá stofnuninni sem Trump fullyrti að hefði verið hægt að koma í veg fyrir undir réttri forystu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin „hunsaði stöðugt trúverðugar skýrslur um veiruna“ í desember mánuði 2019. Í lok þess mánaðar var ljóst hjá samtökunum að veiran væri „heilsufarslegt áhyggjuefni.“ Yfirvöld í Taívan vöruðu starfsmenn samtakanna við hættu á smiti milli manna í lok mánaðarins en þeirri opinberun var ekki deilt með alþjóðasamfélaginu.

Í bréfinu er lögð sök á Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina fyrir aðgerðaleysi vikum saman. Heilbrigðisstofnunin sakaði jafnvel Bandaríkjastjórn með sínum ferðatakmörkunum til landsins seint í febrúar fyrir að hafa valdið „meiri skaða en gagn.“

„Þegar þú lýstir loksins yfir að veirufaraldurinn væri orðinn að heimsfaraldri 11. mars 2020 hafði hann drepið meira en 4.000 manns og smitað meira en 100.000 manns í að minnsta kosti 114 löndum,“ segir í bréfinu.

Bréf Bandaríkjastjórnar til WHO

Íslensk yfirvöld líta aðgerðir WHO öðrum augum en nýverið þakkaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir leiðsögn og forystu WHO og hvatti til samstöðu þjóða þegar hún ávarpaði þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þingið er haldið í skugga heimsfaraldurs COVID-19 sem er meginumfjöllunarefnið og setur jafnframt mark sitt á umgjörð þess þar sem það er haldið á Netinu.

En það eru ekki bara Bandaríkjastjórn sem gagnrýnir Kína og WHO.  Andað hefur köldu milli Ástralíustjórnar og Kína undanfarið vegna faraldursins og Kínverjar gefið í skyn að þeir myndu hætta að kaupa kjötvörur frá Ástralíu.

Hörð gagnrýni hefur komið fram á leiðsögn WHO í faraldrinum á þingi Sameinuðu þjóðanna og greiða átti atkvæði um tillögu um óháða rannsókn á upptökum veirunnar og viðbrögðum strax í kjölfarið. Á þinginu hafa fulltrúar nokkurra ríkja gagnrýnt WHO fyrir að draga um of taum Kínverja í viðbrögðum sínum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR