Bætir ákveðin tjón á rafbílum fyrst tryggingafélaga

Tryggingafélagið Sjóvá hefur bætt kaskótryggingu þegar kemur að rafbílum og tvinnbílum. Í tilkynningu sem félagið hefur sent viðskiptavinum sínum segir að félagið sé fyrst tryggingafélaga á Íslandi til að bæta ákveðnar skemmdir sem geta orðið á rafhlöðu raf- eða tvinnbíls sem er í kaskótryggingu hjá félaginu.

Félagið tekur líka fram að þessi aukna tryggingavernd muni ekki verða til hækkunar á kaskótryggingum félaga. 

Í tilkynningu frá félaginu segir: „Kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu raf- eða tvinnbíla, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Þetta á þó ekki við ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum, slóðum, utan vega eða yfir óbrúðar ár“

Í tilkynningunni er fullyrt að Sjóvá sé fyrst íslenskra tryggingafélaga til að bæta svona tjón.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR