Ástralar búnir að finna lækningu við kórónuveirunni?

Hópur ástralskra vísindamanna segist hafa fundið lækningu á hinni banvænni kórónaveiru og vonast til að skrá sjúklinga í rannsókn á landsvísu í lok þessa mánaðar, segir í frétt news.com.au.

Prófessor David Paterson – forstöðumaður hjá Universtity of Queensland Center for Clinical Research – sagði við news.com.au að teymi vísindamanna hafi stuðst við tvö lyf sem einnig eru notuð til að meðhöndla aðrar sjúkdómstegundir, og þau hafi í raun þurrka út kórónaaveiruna í tilraunaglösum.

Að sögn Paterson, var annað af lyfjunum var gefið  þeim fyrstu sem reyndust jákvæðir við COVID-19 í Ástralíu,  og ,,veiran hvarf“ við inngjöfina og í kjölfarið kom fullur bati sjúklinga frá smiti.

Paterson – sem er smitsjúkdómalæknir við Royal Brisbane og kvennasjúkrahúsið – heldur því fram að það séu engar ýkjur að merkja lyfin „meðferð eða lækningu.“

„Þetta er hugsanlega árangursrík meðferð“, sagði Paterson.„Sjúklingar myndu enda með enga lífvænlega kórónuveiru í líkamanum eftir lok meðferðar.“

Bæði lyfin eru þegar skráð og fáanleg í landinu.

„Það sem við viljum gera í augnablikinu er stór klínísk rannsókn þvert yfir Ástralíu þar sem litið er til 50 sjúkrahúsa og það sem við ætlum að bera saman er eitt lyf; á móti öðru lyfi og samsetningu lyfjanna tveggja,“ bætti hann við.

Í ljósi sögu viðkomandi lyfja hafa vísindamennirnir „langa reynslu af því gagnsemi þeirra“ í ónæmiskerfi mannsins – sem þýðir að ekki er búist við neinum aukaverkunum við meðferðina.

„Við stöndum styrkum fótum, við getum gengið mjög hratt áfram með því að skrá Ástrala í tilraunarannsóknina og klárað málið,“ bætti hann við.

Heimild. Interesting Engeering:

https://interestingengineering.com/coronavirus-cure-possibly-found-in-australia?utm_source=Facebook&utm_medium=Article&utm_campaign=organic&utm_content=Mar16&fbclid=IwAR1ZaHILYYiKzlo21mVIXhf8vJOCrOuDX5EO0bWmIELCFxZI2PCDzsW6KHM

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR