Aftur kennt í gamla Héraðsskólanum að Laugarvatni

Einhverjum þætti það sæta tíðindum að aftur er kennsla að hefjast í gamla Héraðsskólanum að Laugarvatni.

En vegna kórónaveirunnar og þeirra sóttvarna sem gripið hefur verið til þá hafa skólayfirvöld Menntaskólans að Laugarvatni fengið hluta húsnæðis gamla Héraðsskólans á leigu þar til annað verður ákveðið.

Húsnæði Héraðsskólans var breytt í hótel fyrir nokkrum árum og þar var blómleg þjónusta við ferðamenn þar til kórónaveirufaraldurinn skall á. 

Í gær, mánudag, tók Jóna Katrín Hilmarsdóttir, settur skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, á móti nemendum úr 2. bekk sem verður kennt í húsnæði gamla Héraðsskólans og fræddi þá um húsnæðið og hvernig kennslu verður háttað fyrir þá þar næstu vikur.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR