Afganskir glæpamenn komu aftur til Svíþjóðar með flóttaflugi

Á miðvikudaginn voru tveir handteknir sem komu í flóttamannaflugi frá Afganistan til Arlanda. Mennirnir eru búsettir í Afganistan og eru í endurkomubanni til Svíþjóðar eftir að hafa áður verið dæmdur fyrir glæp og afplánað dóm í Svíþjóð.

Tveir hafa verið handteknir fyrir að brjóta endurkomubann, að sögn Kristian Ljungberg hjá lögregluyfirvöldum i Svíþjóð.

Aðspurð hvernig mennirnir tveir áður dæmdir og borttvísað frá Svíþjóð gætu komið með flóttamannaflugi til Svíþjóðar, segir Carina Skagerlind, talsmaður lögreglunnar í Stokkhólmshéraði við TV4 Nyheterna:

– Ég held að allir sem hafa séð myndirnar frá Kabúl og flugvellinum geri sér grein fyrir því að ástandið er ekki alveg einfalt þegar kemur að landamæraeftirliti þar.

Það var í tengslum við persónuskilríkjapróf við komu til Svíþjóðar að í ljós kom að mennirnir  höfðu framið glæpi í Svíþjóð og sættu endurkomubanni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR