Ætlaði að svara Snapchat á hjóli: Missti gallblöðru, hluta af maga og þörmum

Saga danska skólapiltsins Anders Bredo Hansen ætti að vera öðru ungu fólki víti til varnaðar. 

„Ég ætlaði að svara snapchat boðum. En á þeirri sekúndu þegar ég var að tak símann úr vasanum datt keðjan af og festist, hjólið snar bremsaði, og þar sem ég var ekki með athyglina á því að hjóla missti ég jafnvægið og datt. Ég datt fram fyrir mig yfir stýrið og bar hendurnar fyrir mig. Ég fékk stýrið upp í magann,“ segir hinn 15 ára nemandi frá Faxe á Sjálandi í samtali við ríkisútvarpið.

Afleiðingarnar voru urðu mjög alvarlegar fyrir Anders og mun hann þurfa að glíma við þær alla sína æfi. Hann var fluttur á sjúkrahús og þar þurfti að fjarlæga gallblöðruna hluta af þörmum og maga.

Vaxandi vandamál

Lögreglan segir að snjallsímar séu vaxandi vandamál í umferðinni vegna þess að fólk er að freistast til að skoða símann og jafnvel að reyna að svara sms með annari hendinni meðan það hefur hina á stýri eða jafnvel stýrir með lærunum meðan það hefur báðar hendur á símanum og svarar sms eða snapchat undir stýri eða jafnvel á hjóli eins og Anders. Þess vegna hefur lögreglan vakandi auga með vegfarendum hvort þeir séu uppteknir við að horfa á símann sinn í stað þess að fylgjast með akstrinum.

Er orðin pillusjúklingur

Anders var frá skóla í margar vikur þurfti á endanum að endurtaka 9. bekk. Þetta augnablik sem hann freistaðist til að reyna að svara snapchatinu mun minn á sig alla hans æfi. Nú þarf hann að taka tvær pillur á dag til að hafa stjórn á magasýrunum svo hann fái ekki magasár. Þriðja hvern mánuð þarf hann að fara á spítala og fá sprautu af B-12 vítamínum sem líkaminn getur ekki tekið upp úr matnum vegna þess að sá hluti þarmanna var fjarlægður.

Gleðst yfir hertu eftirliti lögreglunnarNú segist hann gleðjast yfir hertu eftirliti lögreglunnar með farsímanotkun í umferðinni og sérstaklega við skóla en lögreglan ætlar í átak við skólana gegn farsímanotkun ungmenna, meðal annar á hjóli. Samkvæmt opinberum tölum slasast tíu sinnum fleiri 16 ára ungmenni í umferðinni heldur en 6 ára börn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR