Ákærður fyrir að stela sjúkrabíl og tilraun til manndráps

Réttað verður í dag yfir norskum manni sem stal sjúkrabíl haustið 2019 til að reyna að komast undan lögreglu. Sjúkrabílinn hafði verið kallaður til eftir að maðurinn missti stjórn á bifreið sinni í ölæði með þeim afleiðingum að birfreiðin kastaðist inn á gangstíg og valt.

Þegar sjúkrabíllinn kom staðinn gerði maðurinn sér lítið fyrir, ógnaði sjúkraflutningamönnunum og lögreglumönnum með afsagaðri haglabyssu, settist undir stýri og ók á brott. Í þeirri ökuferð var hann næstum búinn að aka niður sjö manns þar á meðal nokkra lögreglumenn og unga móður sem var á göngu með börn sín, tvíbura, í kerru. Hún náði að kasta sér til hliðar og draga kerruna með sér þegar maðurinn kom skyndilega þeysandi á sjúkrabílnum upp á gangstéttinni og rakst bílinn örlítið utan í kerruna með þeim afleiðingum að annar tvíburinn slasaðist en þó ekki lífshættulega. Lögreglan hóf eftirför og skaut nokkrum skotum að sjúkrabílnum í tilraun til að stöðva för hans. Eitt skotanna sem kastaðist af bílnum og inn í bakarí. Þegar náðist að stöðva bílinn þurfti lögregla að nota piparúða til að yfirbuga manninn.

Ung móðir með tvíbura í barnakerru rétt náði að forða sér og börnunum þegar bílinn kom eftir gangstéttinni.

Neitar sök

Maðurinn hefur neitað allri sök og segist bara hafa verið að reyna að komast undan lögreglu en ekki ætlað að drepa neinn eins og ákærann hljóðar upp á.

Samkævmt lögmanni hans varð hann hræddur þegar lögregla mætti á slysstaðinn þar sem hann hafði velt bíl sínum, því bílinn var fullur af fíkniefnum og viðbrögð hans af þeim sökum skiljanleg.

Eins og gefur að skilja gefur ákæruvaldið og lögreglan lítið fyrir þær skýringar.  

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR