Danska fyrirtækið Hatting sem framleiðir ýmis konar brauðmeti hefur ákveðið að fjarlæga mynd af indíána sem var vörumerki þeirra á ýmsum tegundum brauðbolla og pulsubrauði vegna ásakana um rasisma. Vörumerkið hefur verið í umferð í áratugi undir nafninu „Höfðingi“ og hefur skyndilega orðið skotmark fólks sem sér rasisma í öllum hornum. Formaður samtaka Sama í Noregi fagnar ákvörðun danska fyrirtækisins og segir að þessi hugsunarháttur, að fjarlæga vörumerki eða breyta nöfnum á vörum vegna hugsanlegrar tengingar við „rasisma“, sé orðin alþjóðlegt fyrirbæri.
Á Íslandi framleiðir Mjólkursamsalan (MS) ost undir nafninu „Höfðingi“ en orðið er líka notað um forystumann meðal indíána. Nú er bara að sjá hvort þetta alþjóðlega fyrirbæri nái að hræða Mjólkursamsöluna og fyrirtækið óttist að verða sakað um rasisma og þeir þar af leiðandi breyti nafni þessarar vöru, sem framleidd hefur verið hér í áratugi án vandræða.