Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að hækka styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála og er hann nú 45 milljónir.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að veittir séu styrkir sem tengjast verkefnum tengd börnum og ungmennum innflytjenda meðal annars.
Einnig er tekið fram að líka sé styrkjarhæft hafi menn áhuga á að rannsaka áhrif sem tengjast áhrifum kóvid-19 „heimsfaraldursins á innflytjendur á Íslandi“. Fólk er hvatt til að sækja um styrk ef það „með spennandi verkefni á sviði innflytjendamála.“
Ákveðið hefur verið að hækka verulega framlög til þróunarsjóðinn innflytjendamála á þessi ári og verður úthlutað 45 m.kr. úr sjóðnum í ár. Opið er fyrir umsóknir um styrki úr sjóðnum til 1. febrúar.
Þriðja árið í röð er sú upphæð sem sjóðurinn veitir í styrki 25 milljónir króna og er sérstök áhersla lögð á verkefni tengd börnum og ungmennum, atvinnu og virkniúrræðum ásamt rannsóknar- og þróunarverkefnum sem tengjast áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins á innflytjendur á Íslandi. Þá fær sjóðurinn 20 milljón króna viðbótarfjármagn sem eyrnamerkt er verkefnum fyrir ungmenni af erlendum uppruna á aldrinum 16-19 ára og eru hvorki í námi né vinnu.
Smelltu hér til að sækja um ef þú ert með spennandi verkefni á sviði innflytjendamála. Undir flipanum Eyðublöð eru eyðublöð flokkuð eftir ráðuneytum og stofnunum. Undir félagsmálaráðuneytinu er umsóknareyðublaðið Þróunarsjóður innflytjendamála 2020-2021.