Enn verður mögulegt að fara yfir torgið fótgangandi og á reiðhjólum og áfram verður aðgangur að neðanjarðarlestarstöðinni, upplýsir lögreglan í Kaupmannahöfn.
Til að takmarka kórónusýkinguna á Stór-Kaupmannahöfn svæðinu verður mest af torginu umkringt girðingum og lögregluverði á gamlárskvöld. Og ef fólk ferð yfir girðinguna fær það sekt.
Þetta segir lögreglan í Kaupmannahöfn í fréttatilkynningu á í dag, mánudag.
– Á þessu ári verðum við ekki aðeins að halda fjarlægð frá flugeldunum, heldur líka hvert frá öðru, segir yfirlögregluþjónn í lögreglunni í Kaupmannahöfn, Jørgen Bergen Skov. í samtali við TV2.
Aðgangur að neðanjarðarlestarstöð tryggður
Girðingin við Ráðhústorgið (Rådhuspladsen) verður sett upp 30. desember og torgið verður alfarið lokað frá 31. desember klukkan 16.00 til 1. janúar klukkan 9.30.
Þetta verður skarð fyrir skildi fyrir marga Dani því það er margra ára hefð hjá borgarbúum að safnast saman á torginu á gamlárskvöld og kveðja gamla árið og fagna nýju.