Sýni frá Statens Serum Institut sýna að kjúklinga eldi nálægt Randers hefur fengið smitandi fuglaflensu H5N8.
Afleiðingin er sú að allur útflutningur á eggjum, alifuglum og alifuglaafurðum til ákveðinna markaða utan ESB mun stöðvast í að minnsta kosti þrjá mánuði. Útflutningur til ESB landa getur haldið áfram eins og venjulega. Ísland er á innri markaði ESB vegna EES, svo útflutningur á hugsanlega smituðum kjúkling og eggjum er áfram heimilaður hingað til lands.
Niðurstaðan er áfall fyrir kjúklingabændur í Danmörku og kemur eftir að fuglaflensa hefur fundist í villtum dýrum á ýmsum stöðum á Jótlandi.
Danska dýralæknis- og matvælastofnunin, í samvinnu við dönsku neyðarstjórnunarstofnunina, mun sjá um að slátra kjúklingunum síðar í vikunni.
– Við drepum smitaða hjörð til að koma í veg fyrir smit og hvetjum alifuglabændur um allt land til að gera allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir, segir John Larsen dýralæknir.
Danska ríkisútvarpið greinir frá.