Fyrri hluti
Fimmtudagurinn markaði sögulega stund í lífi Joe Biden. Eftir margra ára reynslu af því að hafa verið hafnað í einni forsetakosningunni á eftir annarri af kjósendum gat Biden loksins stigið á svið á flokksþingi demókrata sem tilnefndur forseti flokksins.
Því miður fyrir hann og þjóðina var dimmur skuggi sem varpaði yfir það sem hefði átt að vera stund Biden í sólinni: +Áhrif róttæka vinstri arms demókrataflokksins, sem virðist smita nánast alla hluti vettvangs fyrrverandi varaforseta.
Í öllu ávarpi á fimmtudagskvöldið gerði Biden sitt besta til að dæla orku í kynningu sína til Bandaríkjamanna, en að mestu leyti féllu tilraunir hans flatar til jarðar. Allan ræðuna leit Biden út og hljómaði eins og hann er, gamall. Og enginn meiriháttar undirbúningur eða förðun gat leynt þeirri staðreynd að Biden er orðinn skugginn af sjálfum sér. Það þarf ekki annað en að fara 10 ár aftur í tímann og horfa á gömul myndbönd, af 47 ára stjórnmálaferli, að mikil afturför hefur orðið á þessu 10 ára tímabili.
Ekki aðeins tókst Biden ekki að grípa hug kjósenda á stærsta kvöldi lífs síns, heldur kom Biden einnig með óljóslega orðuð loforð sem innihéldu fá smáatriðum. Og þegar hann nennti að útskýra vettvang sinn sagði hann yfirleitt hálfsannleika eða lét frá sér mikilvæga þætti áætlana sinna – eða, á annan hátt, þá laug hann eða afvega leiddi.
Biden talaði ítrekað um „sameinaða Ameríku“, en ef horft er lengra og framhjá en orðræðu hans, þá er það augljóst að vettvangur Biden býður ekki upp á annað en framsækna stefnu sem unnin er af vinstri mönnum og löngum hafnað af restinni af þjóðinni. Hér er nánari skoðun: Til dæmis lagði Biden til áætluninnar „Byggja aftur betri“ sem er græn innviðiáætlun sem hann lofaði að myndu skapa „milljónir nýrra, vel borgandi starfa.“ Það sem hann nefndi ekki er að það myndi kosta skattgreiðendur 2 milljarða dala á aðeins fjögur ár, á sama tíma og hallinn á ríkissjóð er meiri en nokkru sinni fyrr.
Biden tókst heldur ekki að útskýra eða faldi þá staðreynd að tillaga hans myndi gera út á við heilan orkuiðnað, eyðileggja hvert olíu-, jarðgas- og kolastarf sem eftir er í Bandaríkjunum, auk milljóna starfa í skyldum atvinnugreinum og neyða Bandaríkin til að reiða sig á mun dýrari vind- og sólarorku.
Í skýrslu frá American Petroleum Institute frá 2017 kom fram að meira en 10 milljónir starfa eru byggð á og eru studd af jarðgas- og olíuiðnaðinum.
Öllum þessum störfum yrði þurrkað út samkvæmt grunngerð áætlunarinnar í Biden, og myndi valda skaða fyrir starfsmenn í fjölmörgum orkuríkum ríkjum sem Biden verður líklega að vinna til að ná Hvíta húsinu, eins og til dæmis Pennsylvaníu.
Það er satt að áætlun Biden hefur í hyggju að skapa störf í endurnýjanlegri orkuiðnaðinum til að koma í stað starfa sem hann ætlar að leggja niður, en það er alls ekki öruggt að þeir sem missa störf tengd jarðefnaeldsneyti myndu geta tryggt sér nýtt starf undir áætlun Bidens. Og síðast en ekki síst, er ljóst að vind- og sólarorka myndi auka verulega kostnað við orkuneyðsluna á landsvísu.
Rannsóknir sýna að það að neyða Bandaríkjamenn til að fara yfir í orkukerfi sem fær 80 prósent af afli sínu frá vindi, sól og rafhlöðum – líkleg atburðarás samkvæmt Biden áætluninni – myndi kosta að minnsta kosti 1,8 trilljónir dollara meira á ári og kostnaðurinn gæti verið enn hærri, eftir því að hve miklu leyti kjarnorku og önnur, sjaldgæfari orkuvinnsla er leyft að halda áfram.
Mörg orkufrek fyrirtæki, sérstaklega framleiðslufyrirtæki og verksmiðjur, geta einfaldlega ekki lifað með verulega hærri kostnaði sem kominn væri á undir framtíðarstjórn Biden. Eina von þeirra um að halda áfram rekstri væri að yfirgefa landið.
Það er líka alveg ótrúlegt að Biden þrýstir svo hart með kostnaðarsamri orkuáætlun sem myndi treysta á græna orkugjafa svo skömmu síðar eftir að 2 milljónir Kaliforníumanna neyddust til að þola myrkvanir (black out) þegar rafmagnið fór af vegna þess að stjórnvöld í Kaliforníu styðjast mjög mikið við vind- og sólarorku, og sérstaklega þar sem Kalifornía hefur tekið skrefi færra en landsáætlun Bidens leggur til.
Framhald á morgun.
Grein eftir Justin Haskins sem er aðalritstjóri StoppingSocialism.com og ritstjóri The Heartland Institute.