Forsetaefni gagnrýnir forseta Íslands fyrir Landréttarskipan dómara

Guðmundur Franklín Jónsson gagnrýnir Guðna Th. Jóhannesson fyrir skipan dómara í Landsrétt í Facebook færslu. Hann segir að það hafi alveg verið ljóst frá upphafi að fyrirkomulagið við skipum dómara við Landsrétt, hafi verið gallað.

,,Staðreyndin er sú að forsetinn fer eftir forskrift skrifstofustjóra Alþingis sem gerist dómari í eigin sök. Forsetinn tekur þátt í leiknum og skipar 15 ólöglega dómara í Landsrétt, en allir dómararnir er ólöglega samþykktir. Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur segir að í Landsréttarmálinu hafi þingmenn vitað að þeir væru ekki að fara að lögum við valið á dómurum Landsréttar, heldur vísuðu þeir í þingskapalög og þingskapavenju.”, segir Guðmundur Franklín.

Guðmundur Franklín lauk orðum sínum á að segja að ,,Allir sem kunna túlkun í lögfræði vita að ný lög ganga framar eldri, sérlög ganga framar almennum og rituð lög ganga framar venju en þessu er algjörlega horft framhjá. Þessi mistök forsetans geta kostað þjóðarbúið tugi milljarða og upptöku hundruðir mála og angist hjá mörgum.”

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR