Íslendingur sem býr á Spáni segist vera búin að vera 18 daga í stofufangelsi og varla sé hægt að komast út úr húsi enda séu lögreglumenn á hverju strái og fylgist grant með. Fólk sem fer út að nauðsynjalausu er umsvifalaust sektað. Íslendingurinn sem vill ekki láta nafns síns getið til að auka ekki áhyggjur ættingja og vina af sér hér heima sendi skinna.is stuttann pistil um hvernig lífið gengur fyrir sig á því svæði sem hann dvelur á.
„Ég er hér búinn að vera nú í 18 daga stofufangelsi og enginn veit hvenær þetta breytist en núverandi reglur segja allt óbreytt til 12. apríl og þá endurskoðað og líklega framlengt. Ekki beint skemmtilegt. Það er allt mjög strangt, lögregla og her og mjög háar sektir hamla því að fólk fari aðeins í apotek eða matvöruverslanir til þess að kaupa lífsnauðsynjar og þá má t.d. ekki fara til þess að kaupa örfáa hluti til þess eins að komast út. Allt annað er lokað og læst a.m.k. á þessu svæði. Það má aðeins vera einn í bíl í þessum erindagjörðum, fólki er hleypt inn í litlum hollum og það þarf að sýna lögreglu kvittun ef að hún krefst þess. Kunningjakona sonar míns fór ein út með hundinn og var þá fylgt eftir af tveimur lögreglumönnum.
Yfir 800 manns deyja á dag núna og ef að frásagnir eru réttar, sem ég veit ekki en fréttir frá Ítalíu eru víst svipaðs eðlis, að þá er verið að kveðja fyrirfram þá sem eru yfir 65 ára. Svakalegt allt þetta. Hreint hræðilegt.“
„Þær fréttir bárust í gær [5.apríl..innsk.blaðamanns] að útgöngubannið hér yrði framlengt til 26. apríl. Lögreglan er með bláu ljósin og sírenur út um allt til að vara fólk við.“