Löngu lofaður landamæramúr eða réttara sagt landamæragirðing Trumps er að virka.
Nýr yfirmaður landamæraeftirlitsins, sem heyrir undir tollgæslu og landamæravernd Bandaríkjanna, lýsti yfir nýverið að hlutar hins nýja „múrkerfis“ koma í veg fyrir ólöglegar tilraunir innflytjenda til að komast yfir landamærin en fyrra tala var aðeins 10% áður en landamæragirðingin var reist. Hún kemur í stað niðurníddar og úr sér gengdar girðingar sem latti fáa sem vildu fara yfir landamærin. Þetta breytir öllu og er tímamótaáfangi, segir Rodney Scott landamæravörður og yfirmaður í landamæraeftirlitinu í viðtali við Washington Examiner.
Reist hefur verið um 135-36 mílna (217 km) löng landamæragirðing, sem er reist í tveimur stöðluðum hæðum, 18 feta (5,5 metra hæð) eða 30 feta hæð (9,1 metra hæð) þar sem hún liggur um þéttbýli. Þess má geta að landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eru 1954 mílna löng (3144 km). Ekki nóg með það, heldur hafa verið lagðir góðir vegir meðfram landamæragirðinguna og hátækni njósnaforrit sem geta gert aðvarð ef reynt er að fara yfir eða undir hana.
Rodney Scott segir að „Það er mikil arðsemi í þessum framkvæmdum. Þetta kerfi mun hafa mikil áhrif.“
Andstæðingar Donald Trumps hafa hamrað á því löngum að ekkert gengi við að reisa landamæramúrinn sem var hans helsta kosningaloforð. En þeir sleppa að geta þess að þeir hafa reynt eins og þeir hafa getað að leggja steina í götu framkvæmda og það í bókstaflegri merkingu.
Svona er staðan við framkvæmdirnar:
▫️ 135 mílur loknar
▫️ 208 mílur í framkvæmd
▫️ 414 mílur í undirbúningi
Á San Diego svæðinu sagði Scott að girðingin hafi í meginatriðum komið í veg fyrir ólögmætar yfirferðir manna og bíla yfir landamærin.
Að auki, þarf nú 150 færri landamæraverði, sem gerir 28 milljóna dala sparnað í launum og launatengdum gjöldum, sagði hann á fréttamannafundi, sem var hans fyrsti síðan hann og Ortiz tóku við Tolla- og landamæraeftirlit Bandaríkjanna (U.S. Customs and Border Protection, skammstafað CBP) í janúar mánuði.
Að auki, með betri landamæra vegum, þá endast farartæki stofnuninnar betur. Farartæki sem féllu í sundur við 40.000-60.000 mílna akstur, endast nú allt að 100.000 mílur áður en þau eru boðin upp. „Það er sparnaður eftir sparnað,“ sagði Scott. Þá er ótalinn kostnaðurinn sem sparast við móttöku færri ólöglegra innflytjenda.
Girðingin er sérstaklega hentug í því að stöðva vörubíla og bíla, sagði hann, vegna þess að það tekur of mikinn tíma og fyrirhöfn að saga í gegnum nokkra girðingastólpa sem þarf til að gera opnu sem er nógu stór til að keyra í gegn. ,,Landamæraveggjakerfið hefur stöðvað það algjörlega,“ sagði hann.
Fyrir vikið hafa eiturlyfjahringirnir breytt um taktík, smíðað dýr göng og reynt að laumast fíkniefni inn á farartækjum sem fara um landamærastöðvar. En það skilar ekki góðum árangri, sagði hann.
„Ógnin var þar með úr sögunni. Hvar sem við byggðum landamærakerfi, er það fyrsta sem það gerir, er að það lokar á þessum gegnumkeyrslum ökutækja. Annað er að það kemur í veg fyrir miklu magni af fólki sem kemur í gegn á sama tíma, sem landamæraverðir eiga í erfiðleikum með að fást við. Svo eiturlyfjahringirnir neyðast, sérstaklega glæpahópur El Chapo, sem er á Sinaloa svæðinu, til að skipta um aðferð, “sagði hann.
Og á sumum svæðum, svo sem við innkomustöðina San Ysidro í Kaliforníu, hefur girðingin og öryggið sem hún hefur haft í för með sér verið efnahagsleg uppörvun. Scott sagði til dæmis að í San Ysidro væri nú verksmiðju sem var áður verslunarhúsnæði sem nú skapar 6,6 milljónir dala í skatttekjur og dýr húsnæðisuppbyggingu á sér stað á svæðinu.
Það sem meira er, strandlengjan Tijuana River National Estuarine Research Reserve, sem varð illa úti í eiturlyfjastríðunum og mansali, er að lagast.
,,Nálægt ströndinni, það er nú öruggt að vera. Allt svæðið er að koma til baka, “sagði Scott og bætti við, „allt vistkerfið … er að koma til baka. “
Sömu sögu er að segja frá Texas þar sem landamæragirðingar eru að rísa upp. Landamæraverðir hafa tilkynnt svipaðan árangur. Hann sagði að á einu svæði í Suður-Texas, með 55 mílna nýja landamæragirðingu, kemst aðeins 4% -5% af ólöglegu mansali í gegnum landamærin. Áður, sagði hann, komst 90% af mansali í gegn.
Heimild: Washington Examiner.