Flestir á þessari jarðakringlu kannast við ofangreint nafn og mann og sitt sýnist hverjum um ágæti þessa hans. Hann er bæði elskaður og hataður af jafn miklum ákafa og alls staðar hefur hann áhrif. ,,Óvinsælli en „viðrinið Donald Trump“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG um fráfarandi ríkisstjórn Bjarna Benedikssonar og er þetta mesta skammaryrði sem íslenskir vinstri menn geta sagt um andstæðinga sína, að líkja þeim við þennan mann sem þó á líklega einhverjar rætur að rekja til sameiginlegra forfeðra á bresku eyjunum og Íslendingar. En byrjum á byrjunni. Hver er þessi maður sem er vinsælasta fjölmiðlaefni heimsins?
Trump er skoskur í móðurætt og þýskur í föðurætt. Bróðir hans lést úr krabbameini fyrir aldur fram. Forfeður Trumps í föðurleggnum komu frá þýsku þorpinu Kallstadt, Pfalz og frá Outer Hebrides eyjunum í Skotlandi í móðurlegg. Allir forfeður hans, og móðir hans, fæddust í Evrópu. Móðurafi hans var einnig skírður ,,Donald”. Hann er fæddur 14. júní 1946 í New York og skírður Donald John Trump. Faðir hans heitir Fred Trump, sem var fasteignahöldur, og móðir hans er Mary (Macleod) Trump.
Donald Trump er þrígiftur. Fyrsta eiginkona hans er Ivana (Zelnicek) Trump (1977-1990) og eignaðist hann með henni soninn Donald Jr 1977, dóttirina Ivanka 1981 og soninn Eric árið 1984. Önnur í röðinni er Marla (Maples) Trump, gift frá 1993 til1999. Með henni eignaðist hann dóttirina Tiffany árið 1993. Núverandi eiginkona er Melania (Knauss) Trump og hafa þau verið saman frá 2005 til dagsins í dag. Hann á eitt barn með henni, sem er sonurinn Baron, fæddur 2006. Trump er mótmælendatrúar (presbyterian).
Trump er vel menntaður. Hann gekk í háskólann Attended Fordham University; einnig í University of Pennsylvania og Wharton School of Finance. Hann er með BS-gráðu í hagfræði sem hann fékk árið 1968. Þegar Trump varð þjóðþekktur í Bandaríkjunum og breyttist úr fasteignahöldi í sjónvarpsstjörnu, ákvað hann að gera nafn sitt að vörumerki. Alls konar vörur, svo sem steikur, leikir, vodka, húsgögn og karlmannsföt, svo eitthvað sé nefnt, bera nafn hans.
Hann lítur á sjálfan sig sem kamelljón og hefur birst í bíómyndum eins og ,,Zoolander“, ,,Sex and the City“ og ,,Home alone 2: Lost in New York.“ Slagorð Trumps er ,,Make America Great Again” eða gerum Bandaríkin aftur stórkostleg, koma frá Ronald Reagan er hann bauð sig fram gegn Jimmy Carter Bandaríkjaforseta en Reagan er átrúnaðargoð hans.
Hér á eftir er stiklað á stóru og í staðreyndaformi til að gefa yfirlit yfir litríkan feril hans.
Tímalína:
Áttundi áratugurinn – eftir háskólanám, hefur hans störf með föður sínum við byggingu stórhýsa í Queens og Brooklyn í New York.
1973 – Fred og Donald Trump eru nefndir í skjölum dómstóls dómsmálaráðuneytisins vegna þess að eignarstjórar Trumps brutu í bága við lagaákvæði um lagalegan rétt svertingja til húsnæðis með því að úthýsa þeim úr húsnæði í eigu fyrirtækis þeirra.Trumpsfeðgar neita öllum ásökunum um að fyrirtækið mismuni fólki og koma með gagnlögsókn og kröfðust 100 milljónir dollara; málið var síðar vísað frá. Málið er leyst árið endanlega árið 1975 og Trumpsfeðgar samþykkja að láta í té vikulegan lista yfir laust húsnæði fyrir samtök svartra.
1976 –Trump og faðir hans gerast hluthafar í Hyatt Corporation, og kaupa Commodore Hotel, sem er gömul eign í Manhattan. Húsið er endurbyggt og opnar á ný fjórum árum síðar undir heitinu Grand Hyatt Hotel. Byggingaverkefnið kemur fótunum undir feril Trumps sem framkvæmdarmógull á Manhattan.
1983-1990 – byggir og kaupir margar eigur í New York borg, þar á meðal Trump turninn og Plaza hótel. Hann opnar einnig spilavíti í Atlanta borg, New Jersey, þar á meðal Trump Taj Mahal og Trump Plaza. Hann kaupir fótbotlaliðið New Jersey General,, sem hluti af United States Football League, en það leggur upp laupana eftir þrjú tímabil.
1985 – Trump kaupir Mar-a-Lago, sem er eign við sjávarsíðuna í Palm Beach, Florída. Það er tekið í gegn og opnar sem einkaklúbbur árið 1995.
1987 – Fyrsta bókin um Trumps, “Trump: The Art of the Deal,” er gefin út og verður metsölubók. Stofnun Donalds Trumps (The Donald J. Trump Foundation) er komið á fót í því skyni að koma hluta af hagnaðinum í góðgerðarmál.
1990 – Með nærri $1 miljarð í persónulegar skuldir, gerðir Trump samkomulag við banka sem gerir honum kleift að komast hjá því að verða úrskurðaður gjaldþrota.
1991 – Eignarhaldsfélagið um The Trump Taj Mahal sækir um vernd gegn því að verða lýst gjaldþrota.
1992 – Trump Plaza ogTrump Castle spilavítin óska eftir gjaldþrotaskipta.
1996 – Kaupir og verður framkvæmdarstjóri Ungfrú alheimur (Miss Universe) Ungfrú Bandaríkin ( Miss USA) og Ungfrú unglingsstúlka Bandaríkjanna ( Miss Teen USA).
7. október, 1999 – Segist í sjónvarpsviðtali hjá Larry King að hann ætlar að mynda forsetakosninganefnd og skorar Pat Buchanan á hólm.
14. febrúar, 2000 – Segist hafa horfið frá forsetaframboð sitt og kennir um deilur við Reform Party eða umbótaflokkinn sem hann var hluti af.
Janúar 2004 – “The Apprentice” eða áskorandinn byrjar, sem er raunveruleikaþáttaröð á NBC og n.k. áskorunarleikur sem byggir á að þátttakendur keppa innbyrðis í viðskiptakeppni og um hylli Trumps sjálfs sem verðandi starfsmenn hans.
21. nóvember, 2004 – Trump Hotels & Casino Resorts Inc. sækir um vernd eða frestun á gjaldþroti.
2005 – Kemur á fót Trump University, sem er með námskeið um eignafjárfestingar.
13. febrúar, 2009 – tilkynnir um afsögn sína sem formaður Trump Entertainment Resorts. Nokkrum dögum seinna sækir fyrirtækið um gjaldþrotavernd.
March 17, 2011 – Í viðtali í þættinum Good Morning America á ABC, dregur Trump í efa að Barack Obama Bandaríkjaforseti sé í raun fæddur í Bandaríkjunum.
16. júní, 2015 – Í ræðu sem hann hélt í Trump-turni, tilkynnir hann forsetaframboð sitt.
28. júní, 2015 – Sagðist hann vera hættur með sjónvarpsþáttaröðina ,,The Apprentice” vegna framboð sitt til forsetaembættis Bandaríkjanna.
29. júní, 2015 – NBC tilkynnir að sjónvarpsstöðin slíti öll viðskiptatengsl sín við Trump og hætti að sjónvarpa Miss USA and Miss Universe pageants vegna ,,…niðrandi ummæla Donalds Trumps í garð innflytjenda.” Þetta gerðist tveimur vikum eftir lýsingu Trumps á mexíkóskra innflytjenda þar sem hann kallar suma þeirra nauðgara og glæpamenn og þeir hafi aukið glæpatíðina í Bandaríkjunum.
8. júlí, 2015, í sjónvarpsviðtali við Anderson Cooper á CNN, viðurkennir Trump að hann geti ekki ábyrgst að allir starfsmenn hans í Bandaríkjunum hafi lagalegan rétt til dvalar í landinu. Þetta eru viðbrögð við frétt Washington Post um óskráða innflytjendur sem vinna við Old Post Office Pavilion byggingaverkefnið í Washington en hann var að láta breytta byggingunni í hótel.
15. júlí 2015, Trump framboðið tilkynnir að virði eigna hans sé yfir 10 milljarða banaríkjadollara og bókhald hans hafi verið birt kosninganefnd alríkisstjórnarinnar (Federal Election Commission).
22. júlí, 2015 – Fjárhagsstöðuskýrsla Donalds Trumps er birt opinberlega af kosninganefnd alríkisstjórnarinnar.
6. ágúst, 2015, Í fyrstu kappræðu repúblikana 2016, er Trump spurður um viðhorf hans til framboð óháðs aðila, viðhorf hans gagnvart konum og forsögu hans um hafa lagt til fé til framboðs stjórnmálamanna demókrataflokksins. Hann segir stjórnanda Megyn Kelly frá Fox News að hann telji sig vera misskildur.
7. ágúst 2015, deilur hans við Kelly halda áfram þegar hann segir að Kelly sé að reyna ná sér niður á honum og hélt því fram að ,,…þú getur séð blóð koma úr augum hennar og hvar sem er.“
11. september, 2015, tilkynnir Trump í fjölmiðlum að hann hafi keypt hluta NBC í Ungfrú alheimssamtökin (Miss Universe Organization) sem eru samtökin sem skipuleggja fegurðarsamkeppnirnar ungfrú Bandaríkin (Miss USA) og ungfrú alheimur (Miss Universe).
7. desember, 2015, framboð Trumps krefst þessi í fjölmiðlayfirlýsing að loka ,,…algjörlega á komu múslima til Bandaríkjanna þar til stjórnendur landsins geti fundið út hvað sé í gangi með þá.“ Þar er hann að vísa til hryðjuverkahættunni af þeim.
29. mars, 2016, framkvæmdarstjóri framboðs Trumps, Corey Lewandowski, er handtekinn og ákærður. Tveimur vikum síðar tilkynnir David Aronberg ríkissaksóknari að hann muni ekki lögsækja Lewandowski.
26. maí, 2016 – Tryggir sér nægan fjölda fulltrúa ti að geta fengið útnefndinu til framboðs á vegum Repúblikana.
16. júlí, 2016, tilkynnir Trump formlega að hann muni bjóða sig til forsetaembættis með ríkisstjóra Indiana, Mike Pence, sem varaforseta sinni.
19. júlí, 2016, Trump verður útnefndur sem frambjóðandi Rebúblikanaflokksins.
13. september, 2016, í sjónvarpsviðtali hjá Jake Tapper á CNN, tilkynnir ríkissaksóknarinn Eric Schneiderman að embættið hans sé að að rannsaka góðgerðasamtök Donalds Trumps, ,,…til að vera viss um að þau starfi samkvæmt lögum um góðgerðarmál í New York.“
1. október, 2016, New York Times birtir frétt um að Trump hafi lýst yfir $ 916.000.000 tapi árið 1995 sem gæti hafa gert honum löglega kleift að sleppa við að greiða alríkistekjuskattar í mörg ár. Fréttin er byggð á fjárhagsskjali sem er sent á blaðið af nafnlausum heimildamanni.
7. október, 2016 – Óbirt myndefni frá 2005 er gert opinbert, þar sem Trump talar um að reyna að eiga kynlíf með giftri konu og vera fær um að grípa í kynfæri kvenna án afleiðinga. Í myndefni frá Washington Post heyrist að Trump sem er ekki í mynd fjalla dónalega um konur. Trump birtir skömmu síðar afsökunarbeiðni, ,,Ég sagði það, ég hafði rangt fyrir mér og ég biðst afsökunar.”
9. október, 2016, Í seinni kappræðum forsetaframbjóðenda, spyr Anderson Cooper frá CNN Trump um tals hans um að grípa í kynfæri kvenna og kyssa án samþykkist þeirra. Trump neitar að hann hafi nokkru sinni viðhaft slíkri hegðun og staðhæfir að þessi ummæli sín hafi verið ,,búningsherbergishjal“. Eftir kappræðurnar, stíga 11 konur fram og halda því fram að hann hafi áreitt þær kynferðislega eða ráðist á. Trump vísar því á bug og segir að þetta sé ósatt.
8. nóvember, 2016. Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Trump verður fyrstur Bandaríkjaforseta sem aldrei hefur gegnt opinberu embætti, hvorki hjá stjórnsýslunni né hjá Bandaríkjaher.
18. nóvember, 2016. Trump samþykkir að greiða $25 milljónir í sátt til að útkljá þrjár málshöfðanir gegn Trump University eða Trumpháskóla. Samningurinn tryggir að forsetaefnið þarf ekki að bera vitni í réttarhöldum í San Diego sem áttu að hefjast 28. nóvember. Uppgjörið lýkur málinu sem upphaflega var lagt fram af alríkissaksóknaranum í New York, Eric Schneiderman, auk tveggja annarra í Kaliforníu. Um mál 6.000 fyrrverandi nemenda falla undir uppgjörið. Fórnarlömbin fá að minnsta kosti helming af peningunum sínum til baka.
24. desember, 2016. Trump lofar að leysa upp stofnun Donalds J. Trumps (Donald J. Trump Foundation), ,,…til að koma í veg fyrir að eitthvað sé í andstöðu við hlutverk mitt sem forseti.“ Talsmaður skrifstofu ríkissaksóknarans í New York segir að stofnunin geti ekki lokað lagalega, a.m.k. ekki fyrr en rannsóknaraðilar gera rannsakað umfang góðagerðastarfseminnar til fullnustu.
20. janúar, 2017. Trump sver embættiseið til embættis forseta Bandaríkjanna. Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sver hann inn í embættið við hátíðlega athöfn við þinghúsið. Hann flytur síðan vígsluræðu sem snýst um þau stefnumál sem hann lagði áherslu á í forsetaframboði sínu.
27. janúar, 2017 – Trump skrifar undir forsetatilskipun gegn komu allra flóttamanna í 120 daga og ferðabann á sjö múslimaríki til Bandaríkjanna í 90 daga. Að auki er flóttamenn frá Sýrlandi útilokaðir ótímabundið frá inngöngu í Bandaríkin. Málið er strax dregið fyrir dómstóla.
3. febrúar, 2017. Alríkisdómari í Washington hindrar setningu ferðabannsins um land allt með úrskurði sínum.
9. febrúar, 2017 – pallborðsnefnd þriggja dómara hjá níunda áfrýunardómstólnum (Ninth Circuit Court of Appeals) úrskurðar gegn áformum ríkisstjórnar Trumps um aflyftingu dóms alríkisdómarans.
28. febrúar, 2017 – Trump útnefnir Neil Gorsuch í stað Antonin Scalia sem hæstarréttardómara hjá Hæstarétti Bandaríkjanna.
4. mars, 2017 – Trump ásakar á Twitter, án þess að leggja fram sannanir, um að fyrirrennari hans, Barack Obaman hafi látið hlera síma hans í Trump-turni í undanfara kosninganna 2016. ,,Hræðilegt, var að uppgötva að Obama hefur látið hlera símalínur mínar í Trump-turni rétt fyrir sigurinn. Ekkert fannst. Þetta er McCarthyismi!“
6. mars, 2017 – Trump skrifar undir nýja útgáfu af forsetatilskipun sem bannar innflutning frá sex múslimaríkjum, Írak er ekki lengur með á lista bannaðra ríkja og ákvæðið um að hindra sýrlenska flóttamenn ótímabundið inngöngu er fjarlægt. Daginn eftir leggja dómsaðilar í Hawaii fram alríkismálsókn sem véfengir nýja bannið.
15. mars, 2017 – Alríkisdómari í Hawaii gefur út bannfyrirmæli sem hindrar hið nýja ferðabann og stöðvar flóttamannaverkefnið á landsvísu nokkrar klukkustundir áður en það átti að taka gildi. Hann segir það vera í grundvallaratriðum gallað. Héraðsdómarinn Derrick Watson skrifar: ,,Það er óumdeilt að grundvöllurinn sem ríkisstjórnin byggir mat sitt á, sem er að þessi sex ríki með múslimameirihlutahóp upp á 90,7% til 99,8%…. Það væri því ekki hugmyndafræðilegt stökk að álykta að með því að taka þessi ríki út sérstaklega, er það sama og leggja til atlögu gegn trúarbrögðunum íslam.“
Tveimur dögum eftir úrskurðurinn er gefinn út, leggur dómsmálaráðuneytið fram breytingu sem á að draga úr umfangi tímabundinnar bindiskyldu dómsins sem kveðinn var upp í Hawaii og gerir ríkisstjórninni kleift að fresta flóttamannaáætluninni meðan önnur atriði í banninu eru löguð.
16. mars, 2017 – Alríkisdómari í Maryland gefur út svipaðan úrskurð. Svæðisdómarinn Theodore D. Chuang bannar ferðabannið og staðhæfir að það sé andstætt stjórnarskránni. Einnig þann sama dag, gefur ríkisstjórn Trumps út fjárlagafrumvarp sitt með auknum fjárútgjöldum til hersins og niðurskurð framlaga til stofnanir, þ.m.t utanríkisráðuneytisins, umhverfisverndarstofnunar og landbúnaðarráðuneytsins.
3. apríl, 2017 – Hvíta húsið tilkynnir að forsetinn, Donald Trump, gefi laun sín frá fyrstu mánuðum sínum í embætti til þjóðgarðastofnuninnar (National Park Service). Talsmaðurinn, Sean Spicer, sýnir ávísun uppá upphæðina $ 78.333,32.
19. maí 2017 – Trump fer í sínu fyrstu utanlandsferð sína sem forseti, í níu daga ferð til fimm landa, þar á meðal eru Saudi Arabía, Ístrael, Vatikanið, NATÓ-fund í Brussel og á G-7 fund í Sikiley.
7. júlí, 2017 – Trump hittir forseta Rússlands, Vladimir Putin í fyrsta sinn, á fundi G20-ríkja sem haldinn er í Hamborg, Þýskalandi. Leiðtogarnir ræðast við í 2 klst sem er lengri tími en áætlaður var. Meðal annars var rætt um meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og stríðið í Sýrlandi og önnur mál.
19. september, 2017 – Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, vísar Trump til leiðtoga Norður – Kóreu og kallar hann ,,eldflaugamanninn“ og heitir því að gjöreyða Norður – Kóreu ef Bandaríkin og bandamenn þeirra neyðist til að verja sig gegn árás hins fyrrnefnda Hann lýsir einnig yfir að kjarnorkuvopnasamninginum við Íran sama sem ónýtan.
6. desember, 2017 – Trump viðurkennir Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis og tilkynnir jafnframt að um áform sín um að flytja bandaríska sendiráðið til borgarinnar.
11. desember 2017 – Hópur kvenna heldur opinber fund og ásakað Trump um kynferðislega áreiti, m.a. með því að vera klippnar, káfað á og þvinguðum kossum. Þær kalla eftir að málið fari fyrir Bandaríkjaþing.
11. janúar 2018 – Á fundi Hvíta hússins um umbætur í innflytjendamálum vísaði Trump að sögn til Haítí og Afríkuþjóða sem „skítalönd“. Að sögn sagði hann að Bandaríkin ættu að fá fleira fólk frá löndum eins og Noregi.
12. janúar 2018 – Wall Street Journal greinir frá því að Trump hafi átt í meintu ástarsambandi við klámstjörnu að nafni Stephanie Clifford, öðru nafni Stormy Daniels. Blaðið fullyrðir að persónulegur lögmaður Trumps, Michael Cohen, hafi skipulagt 130.000 dollara greiðslu vegna trúnaðarsamnings nokkrum vikum fyrir kjördag 2016. Cohen neitar því að Trump hafi verið í sambandi við Clifford.
13. mars 2018 – Trump tilkynnir í kvaki (á Twitter) um að hann hafi rekið utanríkisráðherrann Rex Tillerson og muni tilnefna forstjóra CIA, Mike Pompeo, sem eftirmann Tillerson.
20. mars 2018 – Hæstaréttardómari í New York úrskurðar að meiðyrðamál gegn Trump geti haldið áfram og úrskurðað gegn frávísunartillögu í júlí 2017 sem lögfræðingar Trump lögðu fram. Málsóknin, sem Summer Zervos, fyrrverandi keppandi í „lærlinga“, höfðaði, tengist ásökunum um kynferðisofbeldi.
23. mars 2018 – Hvíta húsið tilkynnir að það ætli að taka upp stefnu, sem Trump fyrst lagði til með kvaki (á Twitter) í júlí 2017, um flest transfólk yrði bannað að þjóna í hernum.
9. apríl 2018 – FBI ræðst inn á skrifstofu Cohen, heimili og hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið meðan húsið hans var endurnýjað. Árásin tengist alríkisrannsókn á hugsanlegu svikum og brotum á fjármálum herferðar.
13. apríl 2018 – Trump heimilar sameiginlega hernaðarárás í Sýrlandi ásamt Bretlandi og Frakklandi eftir að skýrslur sýndu að stjórnvöld notuðu efnavopn á óbreytta borgara í Douma.
7. maí 2018 – Trump-stjórnin tilkynnir stefnu um „ekkert umburðarlyndi“ vegna ólöglegra komu innflytjenda yfir landamærin. Sessions segir að einstaklingar sem brjóta í bága við innflytjendalög verði sóttir til saka og varar við því að foreldrar gætu verið aðskildir frá börnum.
8. maí 2018 – Trump tilkynnir að Bandaríkin dragi sig út úr kjarnorkuvopnasamkomulagi við Íran. „Þetta var hræðilegur einhliða samningur sem aldrei hefði átt að gera,“ segir hann í athugasemdum
31. maí 2018 – Trump stjórnin tilkynnir að hún setji tolla á stál og ál flutt inn frá bandalagsþjóðunum Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu.
8-9 júní 2018 – Áður en hann fór til leiðtogafundar G7 í Quebec-borg segir Trump fréttamönnum að setja verði Rússland aftur inn í hópinn. innlimun Krímskaga árið 2014 leiddi til brottvísunar Rússlands. Eftir að hann yfirgaf leiðtogafundinn kvakaði Trump á Twitter að hann muni ekki styðja hefðbundna G7 yfirlýsingu sem gefin var út í lok fundarins. Forsetinn tók fyrir kanadíska forsætisráðherra Justin Trudeau og sakaði hann um að hafa gefið „rangar yfirlýsingar“ á blaðamannafundi.
12. júní 2018 – Trump hittir Kim í eigin persónu í fyrsta skipti á leiðtogafundi í Singapore. Þeir undirrita fjögurra punkta yfirlýsingu sem í stórum dráttum lýsir skuldbindingu landanna við friðarferli landanna á milli. Yfirlýsingin hefur að geyma loforð Norður-Kóreu um að „vinna að“ algerri kjarnorkuafvopnun en í samningnum er ekki gerð grein fyrir því hvernig alþjóðasamfélagið mun staðfesta að Kim ljúki kjarnorkuáætlun sinni.
14. júní 2018 – Dómsmálaráðherra New York lögsækir Trump stofnunina, sem er óhagnaðradrifna stofnun, og Trump og þrjú elstu börn hans hafi rekið, hafi brotið lög um góðgerðarmál ríkisins og sambandsríkisins.
26. júní 2018 – Hæstiréttur staðfestir ferðabann Trump-stjórnarinnar í 5-4 úrskurði eftir flokkslínum.
16. júlí 2018 – Á sameiginlegum fréttamannafundi með Pútín í Helsinki, neitar Trump að staðfesta mat Bandaríkjastjórnar á því að Rússar hafi blandað sér í kosningarnar og sagðist ekki „sjá neina ástæðu fyrir því að“ Rússar yrðu gerðir ábyrgir. Daginn eftir skýrir Trump athugasemd sína, „Setningin hefði átt að vera, „Ég sé ekki ástæðu fyrir því að það yrði ekki Rússland.“ Hann segist sætta sig við niðurstöðu leyniþjónustunnar um að Rússland hafi blandað sér í kosningarnar en bætir við, „það gætu verið aðrir líka.“
21. ágúst 2018 – Cohen kveðst sekur um átta alríkisákærur, þar með talin tvö brot er varðar fjármögnun kosningaherferðar. Fyrir dómi segir hann að hann hafi útfært greiðslur til að þagga niður í konum „í samhæfingu og að fyrirmælum frambjóðanda til opinbers embættis.“ Sama dag, er fyrrverandi stjórnarformaður Trumps, Paul Manafort, sakfelldur í átta greinum alríkislaga um fjárglæpi. Hinn 12. desember er Cohen dæmdur í þriggja ára fangelsi.
2. október 2018 – The New York Times greinir frá fjölmörgum skattaundanskotunum áætlunum sem Trump og systkini hans hafa skipulagt. Í kvaki á Twitter vísaði Trump í greinina sem „mjög gömlu, leiðinlegu og ofmæltu verki.“
20. nóvember 2018 – gefur Trump frá sér yfirlýsingu sem styður Sádi-Arabíu í kjölfar morðsins á blaðamanni Washington Post, Jamal Khashoggi, íbúa í Virginíu, sem var drepinn í október á ræðismannsskrifstofu Sáda í Tyrklandi. Khashoggi var tíður gagnrýnandi Sádi-stjórnarinnar. Sádar neituðu upphaflega allri vitneskju um andlát hans en sögðu síðan seinna að hópur ógeðfelldra stjórnenda bera ábyrgð á drápi hans. Bandarískir embættismenn hafa velt því fyrir sér að slíkt verkefni, þar á meðal þeir 15 menn, sem voru sendir frá Riyadh, Sádí Arabíu, til að myrða hann, hafi ekki getað verið framkvæmt án leyfis Mohammed bin Salman, leiðtoga Sádi, krónprins. Í yfirlýsingunni skrifar Trump, ,,leyniþjónustustofnanir okkar halda áfram að meta allar upplýsingar, en það gæti mjög vel verið að krónprinsinn hafi vitneskju um þennan hörmulega atburð, kannski gerði hann það og kannski gerði hann það ekki!”
18. desember 2018 – Samþykkt er að Donald J. Trump stofnunin sé leyst upp samkvæmt skjali sem lagt var fyrir í Hæstarétti Manhattan. Samningurinn gerir ráðherra skrifstofu dómsmálaráðherra í New York kleift að endurskoða viðtakendur eigna góðgerðarmála.
19. desember 2018 – Trump lýsir því yfir að Bandaríkin hafi sigrað ISIS og fyrirskipar „fullt“ og „skjótt“ brotthvarf bandaríska hersins frá Sýrlandi.
20. desember 2018 – James Mattis, varnarmálaráðherra, lætur af störfum í kjölfar tilkynningarinnar í Sýrlandi og leggur fram afsagnarbréf þar sem segir „Af því að þú hefur rétt til að hafa varnarmálaráðherra sem hefur sjónarmið betur í takt við þitt í þessum og öðrum greinum, Ég tel að það sé rétt hjá mér að láta af minni stöðu. “
22. desember 2018 – Lengsta lokun ríkisstjórnarinnar í sögu Bandaríkjanna hefst eftir að Trump krefst þess að löggjafarvaldi úthluti 5,7 milljörðum dala í fjármögnun vegna landamæramúr áður en hann samþykkir að skrifa undir fjármögnun alríkisstjórnarinnar.
16. janúar 2019 – Eftir næstum tveggja ára umræður þar sem embættismenn Trump-stjórnarinnar neituðu því að allir sem tóku þátt í herferð hans hafi haft samráð við Rússa til að aðstoða framboð hans, segir lögfræðingur Trumps og fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Giuliani, „Ég sagði aldrei að það væri ekkert samráð milli herferðarinnar, eða fólks í herferðinni. Ég sagði forseti Bandaríkjanna. Það eru ekki ein einustu sönnunargögn fyrir því að forseti Bandaríkjanna framdi eina glæpinn sem þú getur hafa framið hér, samsæri við Rússa um að hakka forsetakosningarnar . “
25. janúar 2019 – Lokun ríkisstjórnarinnar lýkur þegar Trump skrifar undir skammtímasamkomulag vegna útgjalda ríkisstofnanna og veitir þriggja vikna p fjármögnun vegna stöðvunarinnar á meðan löggjafinn vinnur að málamiðlun vegna landamæraöryggi. Frumvarpið felur ekki í sér neina fjármögnun á landamæramúr.
15. febrúar 2019 – Trump lýsir yfir neyðarástandi á landsvísu til að úthluta fé til að reisa múr við landamærin að Mexíkó. Í tilkynningunni segist forsetinn að búast megi við því að yfirlýsingunni verði stefnt fyrir dóm. Sama dag undirritar Trump landamæravörsluaðgerðir sem þingið hefur samið um, en 1,375 milljarðar dala eru lagðar til hliðar vegna landamæragirðinga og hindrar þar með aðra lokun ríkisstjórnarinnar.
18. febrúar 2019 – Lögmenn frá 16 ríkjum höfða mál fyrir alríkisdómstólum þar sem skorað er á neyðaryfirlýsingu Trumps.
Háttsettur embættismaður dómsmálaráðuneytisins segir við CNN að ekki verði um frekari ákæru að ræða.
24. mars 2019 – Barr gefur út bréf þar sem dregnar eru saman helstu niðurstöður rannsóknar Muellers. Samkvæmt fjögurra síðna bréfi Barrs voru sönnunargögnin ekki fullnægjandi til að staðfesta að framboðsmeðlimir í framboði Trumps hafi framið refsivert samsæri með rússnesku stjórninni til að trufla kosningarnar.
18. apríl 2019 – Endurgerð útgáfa af Mueller skýrslunni er gefin út. Fyrri hluti 448 blaðsíðna skjalsins greinir frá sönnunargögnum sem teymi Mueller safnaði um mögulega samsærisglæpi og skýrir ákvarðanir þeirra um að ákæra ekki einstaklinga sem tengjast herferðinni. Seinni hluti skýrslunnar gerir grein fyrir tíu þáttum sem fela í sér hugsanlega hindrun forseta í vegi réttvísarinnar. Samkvæmt skýrslunni átti ákvörðun Mueller að ákæra Trump ekki, rætur í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem banna ákæru á hendur sitjandi forseta. Mueller skrifar að hann hefði hreinsað Trump ef sönnunargögnin réttlættu það. „Ef vísbendingar gefi tilefni til hreinsunar af áburði um að forsetinn hafi greinilega ekki framið hindrun réttvísarinnar, þá myndum við fullyrða það,“ skrifar Mueller. „Miðað við staðreyndir og viðeigandi lagalega staðla getum við hins vegar ekki náð þeim dómi.“ Gagnrýnendur benda á að hlutverk hans sé ekki að sanna sakleysi forsetans, heldur að sanna sekt.
1. maí 2019 – The New York Times birtir skýrslu þar sem greint er frá því hvernig Giuliani, í hlutverki sínu sem persónulegur lögmaður Trumps, hafi rannsakað ásakanir sem tengjast Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, hugsanlegum andstæðingi Trump í forsetakapphlaupinu árið 2020. Sonur Biden, Hunter Biden starfaði í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis sem heitir Burisma Holdings. Árið 2016 þrýsti Biden hinn eldri á Úkraínu til að reka saksóknara sem hafði rannsakað Burisma vegna spillingar. Giuliani leiðir líkum á að aðgerð Biden hafi verið hvati af löngun til að vernda son sinn gegn sakargiftum. Grafið er undan ásakanir Giulianis eftir að Bloomberg greinir frá því að Burisma-rannsóknin hafi verið „í dvala“ þegar Biden þrýsti á saksóknara að segja af sér. Biden sagði sjálfur í sjónvarpsþætti að hann hafi beitt úkraínskum stjórnvöldum þrýstingi og ef þau rækju ekki saksóknarann, þá fengju þau ekki fjárstuðning.
12. júní 2019 – Trump segist vera tilbúinn að taka við upplýsingum um pólitíska keppinaut frá erlendri ríkisstjórn í viðtali á ABC News, þ.e.a.s. að hann sé tilbúinn að hlusta og myndi ekki endilega kalla til FBI.
16. júní 2019 – Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, afhjúpar skilti á fyrirhuguðum stað fyrir Golan Heights byggðarinnar sem ber nafnið Trump Heights.
18. júní 2019 – Trump heldur kosningafundi í Orlando til að auglýsa formlega upphaf endurvalsherferðar sinnar.
21. júní 2019 – Í röð tvíta útskýrir Trump að hann hafi aflýst hefndarárás á Íran sem viðbrögð við því að bandarískur dróni hafi verið skotinn niður. Forsetinn skrifar að hann hafi aflýst árásinni eftir að honum var tjáð að 150 manns hefðu getað verið drepnir, með þeim rökum að viðbrögðin væru ekki í réttu hlutfalli þar sem bandaríska flugfarið, sem hrapaði niður, væri ómannað.
28. júní 2019 – Á morgunverðarfundi á G20 leiðtogafundinum í Osaka í Japan ræddu Trump og Sádi-Arabíu krónprinsinn Mohamed bin Salman, að sögn, um spennuástandið vegna Íran, viðskipti og mannréttindi.
30. júní 2019 – Trump verður fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til að fara inn í Norður-Kóreu. Hann tekur 20 skref inn fyrir landamærin og tekur í hönd Kim, leiðtoga einræðisríkisins. Þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld og Norður-Kóreustjórn segi að þetta sé sögulegur fundur, virðast viðræður þeirra ekki hafa skilað neinum nýjum skuldbindingum um kjarnorkuvopnaafvæðingu.
14. júlí 2019 – Í gegnum Twitter segir Trump fulltrúadeildarþingmennirnir Alexandria Ocasio-Cortez, Rashida Tlaib, Illhan Omar og Ayanna Pressley að „fara aftur“ til heimalanda sinna. Ocasio-Cortez, Tlaib og Pressley eru fæddir bandarískir ríkisborgarar; Omar fæddist í Sómalíu, flutti til Bandaríkjanna og varð ríkisborgari.
16. júlí 2019 – Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði, 240-187, um að fordæma rasískt tungutak sem Trump notaði í tvíti sínu um Ocasio-Cortez, Tlaib, Omar og Pressley.
24. júlí 2019 – Mueller vitnar fyrir dómstólanefnd fulltrúadeildarinnar og leyniþjónustunefnd.
25. júlí 2019 – Trump talar í síma við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump biður Zelensky um „greiða“ og hvetur hann til að ræða við Giuliani um rannsókn á Biden. Á dögunum fyrir símtalið frystir Trump tæplega 400 milljónum dala hernaðar- og öryggisaðstoð til Úkraínu. Úkraínumenn segja eftir á, að þeir hafi ekki vitað af töfinni sem varð á veitingu aðstoðarinnar. Trump stjórnin segir að enginn þrýstur hafi verið beittur í málinum.
27. júlí 2019 – Trump herjar á Elijah Cummings, fulltrúa demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á Twitter, og lýsti lögsögu umdæmi Baltimore sem „rottu og nagdýra ásetnu sóðabæli.“
7. ágúst 2019 – Í kjölfar tveggja aðskildra fjölda skotárása heimsækir Trump fyrstu viðbragðsaðila og fórnarlömb í El Paso, Texas og Dayton, Ohio.
12. ágúst 2019 – Uppljóstrari leggur fram kvörtun sem lýtur að háttsemi Trumps í Zelensky símtalinu.
29. ágúst 2019 – Trump tilkynnir um stofnun geimsherstjórnarinnar, herafla sem mun hafa umsjón með öryggi gervihnatta og átaka í geimnum.
10. september 2019 – Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar, sendir bréf til Joseph Maguire, starfandi forstjóra leyniþjónustustofnanna. Schiff krefst þess að Maguire deili kvörtun uppljóstrarans með þinginu.
11. september 2019 – Trump-stjórnin afléttir hömlur á veitingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu.
18. september 2019 – Schiff tilkynnir að Maguire hafi samþykkt að bera vitni fyrir leyniþjónustunefndinni.
24. september 2019 – Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildarinnar, tilkynnti upphaf málflutningsrannsókna sem tengjast kvörtun uppljóstrarans.
25. september 2019 – Hvíta húsið gefur út afrit af glósum frá 25. júlí símtalinu milli Trump og Zelensky. Glósurna innihalda margar tilvísanir í Giuliani og Barr. Í svari gefur dómsmálaráðuneytið yfirlýsingu þar sem segir að Barr hafi ekki vitað af samtali Trump fyrr en vikum eftir símtalið. Ennfremur ræddi dómsmálaráðherra ekki við forsetann um að láta stjórn Úkraínu rannsaka Bidens feðga, að sögn dómsmálaráðuneytisins. Sama dag og glósurnar eru gefnir út hittast Trump og Zelensky í eigin persónu í fyrsta skipti á hliðarlínu í Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fundinn neita báðir mennirnir því að Trump hafi þrýst á Zelensky að rannsaka Biden í skiptum fyrir aðstoð. Trump segir að glósurnar úr símtalinu sýkni hann af ákæru: ,,Embættisafglapa ákæra fyrir hvað? Þegar þú átt yndislegan fund eða átt yndislegt símasamtal?”
26. september 2019 – Fulltrúadeildin gefur frá sér aflétta trúnaðarútgáfu af kvörtun uppljóstrarans rétt fyrir skýrslutöku við Maguire. Samkvæmt kvörtuninni reyndu embættismenn í Hvíta húsinu að „loka“ skrám yfir símasamtal Trumps við Zelensky. Í kærunni er einnig fullyrt að Barr hafi gegnt hlutverki í herferðinni til að sannfæra Zelensky um að rannsaka ætti Biden. Trump lýsir kvörtuninni sem „fölsuðum fréttum“ og „nornaveiðum“ á Twitter.
27. september 2019 – Pompeo er stefnt af nefndum fulltrúardeildarinnar vegna vanefnda hans á afhendingu skjala sem tengjast Úkraínu. Deilt er um lögsögu milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds og hver sé skyldan hvað varðar birtingu gagna ríkisstjórnarinnar. Kurt Volker, sérstakur sendimaður Bandaríkjanna hjá Úkraínu, lætur af störfum. Hann var nefndur í kvörtun uppljóstrarans sem einn embættismanna utanríkisráðuneytisins sem hjálpaði Giuliani við að tengjast heimildamönnum í Úkraínu.
3. október 2019 – Í samræðum við fréttamenn utan Hvíta hússins segir Trump að bæði Úkraína og Kína ættu að rannsaka meinta spillingu þar sem Biden og sonur hans hafi átt í hlut. CNN greinir frá því að forsetinn hafi minnst á Biden og fjölskyldu hans í símhringingu í júní með Xi Jinping. Í því símtali ræddi Trump um pólitískar horfur Biden sem og Elizabeth Warren. Hann á að hafa sagt einnig við Xi að hann myndi þegja um mótmælin í Hong Kong. Glósur sem staðfesta samtalið voru settar á öruggan netþjón þar sem afrit frá Úkraínusímtalinu var einnig geymt.
6. október 2019 – Eftir að Trump ræðir í síma við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, tilkynnir Hvíta húsið að bandarískir hermenn muni færa sig út úr Norður-Sýrlandi þar sem gert var ráð fyrir fyrirhugaðri tyrkneskri hernaðaraðgerð. Ferlið markar mikla breytingu á utanríkisstefnu Ameríku og gefur Tyrkjum í raun grænt ljós á að ráðast á kúrdískt herlið, sem hefur staðið í hernaðarátökum með bandarískum hernaðarstuðningi, og er jafnframt samstarfsaðili í baráttunni gegn ISIS.
9. október 2019 – Tyrkland hefur hernaðaraðgerðir í norðurhluta Sýrlands.
31. október 2019 – Trump segir í gegnum Twitter að hann sé að breyta lögheimili sínu frá New York til Flórída og skýra frá því að hann telji sig vera illa hlunnfarinn af stjórnmálaleiðtogum borgarinnar og ríkisins.
7. nóvember 2019 – Dómari skipar Trump að greiða 2 milljónir dala til að leysa mál sem höfðað var gegn góðgerðarfélagi hans, sem lagt var fram af dómsmálaráðherra New York fylkisins. Samkvæmt dómsmálinu braut Trump trúnaðarskyldu sína með því að leyfa forsetaframboð sitt að breyta dreifingu framlaga. Í yfirlýsingu sakar Trump dómsmálaráðherra um að misbeita málinu í pólitískum tilgangi.
13. nóvember 2019 – Réttarhöld vegna meintra embættisafglapa hefjast og Trump hittir Erdogan í Hvíta húsinu.
20. nóvember 2019 – Við opinbera skýrslugjöf segir Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, að hann hafi unnið með Giuliani að málum sem tengjast Úkraínu „undir beinum fyrirmælum forseta Bandaríkjanna“ og hann segir „allir hafi verið í lykkjunni.“ Sondland segir frá nokkrum samtölum milli sín og Trump um Úkraínu um að hefja tvær rannsóknir: Eina vegna orkufyrirtækinu Burisma og aðra vegna samsæris um úkraínsk afskipti af í kosningunum í Bandaríkjunum 2016. Sondland verður tvísaga í vitnisburði sínum, um morguninn segir hann að Trump hafi fyrirskipað ,,quit pro quo“ afskipti en síðar um daginn viðurkennir hann að svo hafi ekki verið tilfellið. Vitnisburður hans og annarra fellur um sjálfan sig.
10. desember 2019 – fulltrúardeildar demókratar birta tveggja greina ákæru um embættisafglöp á hendur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, önnur vegna meinta valdbeitingu og hina vegna hindrun starfa fulltrúardeildarþings. Sem viðbrögð við ákærugreinunum segir Kevin McCarthy, leiðtogi minnihluta repúblikana í fulltrúadeildinni, „það er ekki erfitt að verja þennan forseta vegna þess að þessi forseti gerði ekkert sem er ákæruvert.“
11. desember 2019 – Trump skrifar undir framkvæmdarskipun sem felur í sér að ef um mismunun gegn gyðingum verði, sé það brot á lögum í vissum tilvikum og er henni ætlað að berjast gegn gyðingahatri á háskólasvæðunum.
13. desember 2019 – Dómsnefnd fulltrúardeildarinnar samþykkir tvær ákærugreinar vegna embættisafglapa í forsetaembætti. Atkvæðagreiðsla fer eftir flokkslínu og þar sem demókratar eru með meirihlutann, ná ákærurnar fram að ganga.
18. desember 2019 – Fulltrúardeildin greiðir atkvæði um að kæra Trump, ákæra forseta annars vegar fyrir stórglæp og hins vegar smábrot (high crimes and misdemeanors); þetta er er í þriðja skipti í sögu Bandaríkjanna sem það gerist.
3. janúar 2020 – Í ávarpi við Mar-a-Lago í Flórída, tilkynntir Trump að loftárás Bandaríkjamanna í Írak hafi drepið Qasem Soleimani, leiðtoga Quds sveitar íslamska byltingarvarða. ,,Við gripum til aðgerða í gærkveldi til að stöðva stríð. Við gerðum ekki ráðstafanir til að hefja stríð,” segir Trump. Á evangelískri samkundu síðar um daginn segir Trump að Soleimani hafi verið að skipuleggja meiriháttar árás og hann bæri ábyrgð á dauða um 600 bandarískra hermanna.
8. janúar 2020 – Íranar skjóta fjölda eldflauga á tvær íraskar herstöðvar sem hýsa bandaríska hermenn í hefndarskyni fyrir bandarísku árásina sem drap Soleimani. Ekki er greint frá því að mannfall hafi verið meðal Bandaríkjamanna eða Íraka en Pentagon sendi síðar frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest er að 109 bandarískir herliðar hafi verið greindir með væg einkenni heilaáfalla í kjölfar árásarinnar.
15. janúar 2020 – Trump undirritar frumviðskiptasamning við háttsetta kínverska leiðtoga, sem felur í sér skuldbindingu frá stjórninni í Beijingum að meira en tvöfalda kaup sín frá bandarískum bændum á fyrsta ári samningstímabilsins.
24. janúar 2020 – Sögulegur atburður að Trump verður fyrsti forsetinn til að taka þátt í hinni árlegu göngu fyrir líf í Washington síðan hún hófst fyrir nær hálfri öld síðan. Trump ítrekar stuðning sinn við hertar takmarkanir á fóstureyðingum og heitir því að „ófædd börn hafi aldrei átt sterkari varnarmann í Hvíta húsinu.“
29. janúar 2020 – Trump skrifar undir milliríkjasamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada (USMCA) sem kemur í stað fríverslunarsamnings Norður-Ameríku (NAFTA).
31. janúar 2020 – Trump-stjórnin tilkynnir útvíkkun ferðabannsins – sem gagnrýnt hafa verið af gagnrýnendum sem tilraun til að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna – sem felur í sér að sex ný lönd bætast við. Innflytjendatakmarkanir verða lagðar á: Nígeríu, Erítreu, Tansaníu, Súdan, Kirgisistan og Mjanmar (þekkt sem Búrma), með undantekningum fyrir innflytjendur sem hafa hjálpað Bandaríkjunum.
5. febrúar 2020 – Öldungadeildin greiðir atkvæði um að sýkna Trump vegna tveggja ákæruatriða. Mitt Romney öldungadeildarmaður er eini repúblikaninn sem kýs að greiða með ákæru um ,,misbeitingu valds“ og gengur þannig í lið með öllum demókrötum öldungadeildarinnar í 52-48 greiðslu atkvæða. Um hinn ákæruliðinn, ,,hindrun á störfum þingsins“ falla atkvæðin eftir beinum flokkslínum, 53-47 fyrir sýknun. Trump er þannig sýknaður í annað sinn af ákæru vegna misfærslu og glæpsamlegrar hegðun í starfi, fyrst í rannsókn Muellers og nú í formlegu ákæruferli Bandaríkjaþings.
Heimild: http://edition.cnn.com/2013/07/04/us/donald-trump-fast-facts/index.html
Greinin verður uppfærð reglulega.
Nokkrar heimildir eru notaðar gerð þessarar samantektar en að mestu er þó stutt við eftirfarandi heimild: http://edition.cnn.com/2013/07/04/us/donald-trump-fast-facts/index.html