Guðlaugur Þór Þórðarsson átti fund með utanríkisráðherra Sádí-Arabíu þar sem hann notaði tækifærið og skorðaði á ráðherrann að Sádí-Arabía leysti þegar í stað úr haldi baráttufólk fyrir mannréttindum. Fundur þeirra fór fram í Genf síðdegis í gær en nú stendur yfir 43. lota mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Síðdegis sama dag skrifaði Guðlaugur Þór undir samkomulag við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um að Íslendingar greiddu 255 milljónir í framlag til stofnunarinnar á fjögurra ára tímabili.
Fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins má sjá hér.
Myndin er fengin af vef utanríkisráðuneytisins.