Það er sennilega til marks um breytt þjóðfélag og menningu Svía að einn kynna söngvakeppni Evrópu í kvöld, þar sem verið er að velja keppendur fyrir hönd Svía í júróvision, er með hálfmánann, tákn Íslam eða Tyrklands í eyranu, sem eyrnalokk. Að minnsta kosti virðast margir túlka eyrnalokkinn á þann hátt.
Íslendingur í Svíþjóð sendi skinna.is póst og segir að umræður á samfélagsmiðlum séu þegar byrjaðar þar sem fólk veltir þessu fyrir sér og sitt sýnist hverjum og verður fróðlegt að fylgjast með þeirri umræðu næstu daga.