Íbúafundur um hugsanlega rýmingu

Íbúafundur var í dag haldinn með íbúum Grindavíkur og nágrenis um hvernig brugðist verður við ef til eldgoss kemur á svæðinu.

Þar kom fram að sms yrði sent á alla íbúa en sumir höfðu áhyggjur af því að vakna ekki við skilaboðin ef þau bærust að nóttu til og fólk væri í fasta svefni.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson, bætti við að lögregla og björgunarsveitir myndu jafnframt keyra um bæinn og nágrenni með sírenur í botni til að vekja fólk.

Það kom fram að bæði varðskip og þyrlur Landhelgisgæslunnar væru í viðbragðsstöðu. En þrjár flóttaleiðir eru úr Grindavík þar á meðal Suðurstrandarvegurinn.

Jarðfræðingar létu það koma fram að það væri ekki óþekkt að þrátt fyrir svo hratt landris hafi ekki orðið neitt úr eldgosi. En óvissan er mikil eins og er.  

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR