80 komu yfir landamærin með skjöl sem sýndu að þeir voru ekki með kóvid – allir voru smitaðir og skjölin fölsuð

Nýlega komu verkamenn yfir landamærin að Noregi eftir jólafrí. Allir voru með prófanir sem voru stimplaðar og undirritaðar í heimalandi þeirra og sýndu sömu niðurstöðu: engin sýking. En nokkrum dögum síðar reyndust 80 þeirra jákvæðir fyrir kórónu.

Skjölin sem áttu að sýna að þeir hafi verið prófaðir og reynst neikvæðir eru nú hjá norsku lögreglunni til rannsóknar. 

Landlæknir segir málið áfall en norska ríkisútvarpið segir að hægt sé að kaupa skjöl sem sýna neikvæða niðurstöðu úr kórónaprófi í Austur Evrópu á 350 norskar krónur. Verkamennirnir komu frá Póllandi, Litháen, Ítalíu og Rúmeníu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR