75 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldar

Heimsstyrjöldinni síðari lauk með skilyrðislausri uppgjöf öxulveldanna. Hinn 8. maí 1945 samþykktu Bandamenn uppgjöf Þýskaland nasismans, u.þ.b. viku eftir að Adolf Hitler hafði framið sjálfsmorð. Sigurdagurinn – Sigur í Evrópu fagnar lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þann 8. maí 1945, þar á meðal á Íslandi var þessum degi fagnað. Það er hins vegar ekki gert lengur en eftirminnilegur var sigurdagurinn á Íslandi 1945 sem endaði með fjöldaslagsmálum milli Íslendinga og Breta.

En aftur að heimsstyrjöldinni. Styrjöldin endaði með tug milljóna mannfalli, nýjustu tölur frá Sovétríkjunum sálugu, eru 30 milljónir fallnar en talan stóð lengi í 27 milljónir. Heildartalan er einhvers staðar milli 60 -100 milljónir og þá er spuningin hvort Kína er talið með eða ekki.

Sigurinn var dýrkeyptir fyrir sigurvegaranna en eðli styrjaldarinnar var hugmyndafræðileg. Barist var um þrjár megin hugmyndafræðistefnur. Í fyrsta lagi lýðræði og hugmyndirnar á bak við það. Í öðru lagi var fasisminn og hugmyndirnar á bakvið hann og loks í þriðja lagi kommúnisiminn og allar þær hugmyndir sem falla undir hann, þar á meðal sósísalismi.  Fasisminn féll, en það tók áratugi fyrir kommúnismann að falla, Hann féll á endanum um 1990. Eina hugmyndastefnan, ef undanskilið er hálf kommúnisminn í Kína, sem enn stendur er lýðræðisstefnan og kapitalískst efnahagskerfi.

Afleiðingar styrjaldarinnar vörðu mörg ár eftir lok hennar. Milljónir íbúa af þýskum uppruna voru þvingaðar til að yfirgefa heimkynni sín í Austur-Evrópu, allt að 12 milljónir. Síðustu stríðsfanganir, þeir sem lifðu af fangabúðavistina, var sleppt úr haldi 1953, eftir andlát Jósep Stalíns.

Þótt stríðinu væri lokið í Evrópu, hélt það áfram í Asíu. Það lauk með kjarnorkuvopnaárás á Japan, á borgirnar Nagasaki og Hiroshima. Japanir gáfust upp skilyrðistlaust í kjölfarið.

Mannfall á heimsvísu – áætlað:

Látnir á orrustuvelli                15,000,000

Særðir á orrustuvelli               25,000,000

Mannfall óbreyttra borgara    45,000,000

Af þessu má sjá að eðli styrjalda hefur breyst og mesta mannfallið er meðal óbreyttra borgara.  Sjá má þennan mun á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar.  Styrjöldin varði í um það bil sex ár.  Ef deilt er í heildartöluna 85 milljónir, þá hafa farist um 39 þúsund manns á hverjum degi sem óhugnaleg tala. Óhætt er að tala um ragnarök sem áttu sér stað á þessum tíma.

Vonandi hefur mannkynið lært af þessari reynslu en margt bendir til að í framtíðinni verði það ekki hefðbundnir herir sem etja muni kapp, heldur hátækni, gervigreind og róbótar. Fórnarlömbin verða að mestu óbreyttir borgarar. Miklar líkur eru á að framtíðarátök færist út í geim. Nýverið stofnaði Donald Trump undirgrein bandaríska hersins, sem útleggst á íslensku Geimher Bandaríkjanna (United States Space Force). Bandaríkjamenn eru að undirbúa sig undir átök í geimnum en það gera líka aðrar þjóðir eins og til dæmis Kínverjar, Rússar, Indverjar og Japanir, svo einhverjar stórþjóðir eru nefndar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR