60 smit á Íslandi en 59 í Danmörku og tvö tilfelli í Færeyjum: Innfluttningur á smitum hingað til lands heldur áfram

Dönsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu að smituðum einstaklingum af kórónaveirunni hefði fjölgað umtalsvert frá því í gær úr 35 í 59. Þar fyrir utan hafa komið upp tvö tilfelli í Færeyjum.  15 af nýjum tilfellum voru staðfest um helgina á hálskólasjúkrahúsinu í Árósum. Einn sem var með staðfest smit er nú útskrifaður sem laus við veiruna og heilbrigður.

Einum fleiri hér á landi en í milljónasamfélagi – Innflutningur á smituðum heldur áfram

Íslensk heilbrigðisyfirvöld greina frá því að nú er vitað um 60 smitaða hér á landi. Þá er Ísland nokkurn veginn á pari við milljónasamfélagið Danmörku. Nýju smitin fundust í fólki sem kom með flugi frá Veróna á laugardag. Langfelst tilfelli hér á landi eru innflutt og hafa heilbrigðisyfirvöld ekki ennþá talið að við því þurfi að bregðast sérstaklega að hingað streymi áfram fólk frá löndum sem skilgreind eru sem hættusvæði eins og Ítalía, öðruvísi en að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og fara sjálfviljugt í 14 daga sóttkví. Hins vegar eru yfirvöld farin að tala um samkomubann hér á landi. En ekki hefur heyrst um að takmarka ferðir hingað til lands frá sýktum svæðum. 

Uppfært kl. 17.08. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku tilkynntu fyrir um hálftíma síðan að staðfest smit væru nú um 90.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR