38 milljón broskallar lögðu kosninguna á hliðina í norsku söngvakeppninni fyrir júróvision

Það gekk mikið á hjá Norðmönnum í gær þegar þeir héldu sína undankeppni í júróvision. Þegar verið var að greiða atkvæði í netkosningunni varð kerfið óvirkt vegna  þess að fólk var að senda broskalla inn í kerfið. Norðmenn urðu því að grípa til þess ráðs að láta þrjátíu manna dómnefnd taka við vegna álagsins á símkerfið skrfar nrk.no. um málið.

Vann: Ulrikke Brandstorp verður fulltrúi Norðmanna í Hollandi í maí.

Sem betur fer var búið að hugsa fyrir því að eitthvað gæti komið upp í rafrænukosningunni og því var til áætlun B og þrjátíu manna kosninganefnd tók við. Norska ríkissjónvarpið hafði ákveðið að taka nýtt kosningakerfi í notkun þar sem áhorfendur gátu kosið á netinu. En kerfið réði ekki við þær milljónir broskalla, og reyndar annarra tákna, sem fylgdu með atkvæðinu. Þetta olli miklu álægi á kerfið og á endanum hrundi allt og voru það dómarar í sjónvarpssal en ekki áhorfendur sem ákváðu hvaða lag kæmist áfram að þessu sinni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR