34 drepnir af sjálfsmorðsárásarmönnum í Afganistan

Að minnsta kosti 34 hafa verið drepnir í tveimur sjálfsmorðsárásum í Afganistan. Fréttastofan AP greinir frá.

31 hermaður lét lífið og 24 særðust þegar herflutningabifreið var ekið á herstöð í austurhéraðinu Ghazni og eftir það sprengdi bílstjóri röð sprengja. Þetta er haft eftir yfirmanni heilbrigðisyfirvalda á staðnum, Zahir Shah Nikmal.

Í Zubal í Suður-Afganistan réðst sjálfsmorðsárásarmaður á leiðtoga sveitarstjórnarinnar, Attajan Haqbayat. Hann lifði af með minniháttar meiðsl en að minnsta kosti þrír aðrir voru drepnir og 12 særðir er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Zubal. Enginn hefur enn tekið á sig ábyrgð á árásunum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR