1984: Jón Baldvin Hannibalsson kjörinn formaður

Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður, var kjörinn formaður Alþýðuflokksins á þingi hans í Reykjavík 18. nóvember. Jón bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. Hlaut Jón kosningu með 142 atkvæðum gegn 92 atkvæðum Kjartans. Jóhanna Sigurðardóttir var kjörin varaformaður einróma í stað Magnúsar H. Magnússonar, sem ekki gaf kost á sér. Þrátt fyrir formannslaginn var lýst yfir eindreginni samstöðu í flokknum. Á þinginu var einnig mótuð ný, róttæk stefnuskrá, að sögn forustumanna. Myndin er af hyllingu þeirra Jóhönnu, Jóns og Kjartans.

Alþýðuflokkurinn rann síðar saman við Samfylkinguna og Jón Baldvin hefur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá forustu þess flokks hin síðari ár. Sérstaklega vegna þess að hann hefur varað sterklega við því að Ísland gangi í ESB sem er eitt aðaláherslu mál Samfylkingarinnar í dag.  

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR