1980: Verðbólgan gerir launafólki lífið leitt

Árið 1980 var verðbólgan á Íslandi á bilinu 50% til 70% og var búist við að hún myndi verða 71% á árinu 1981. Eins og allir vita rýrir verðbólgan kjör launamanna. Af skopmynd Sigmund að dæma frá 1980 virðast aldraðir ekkert betur settir í dag en þá. Sá sem situr við skrifborðið er Gunnar Thorodssen forsætisráðherra. Hann hafði klofið Sjálfstæðisflokkinn í baráttu sinni um völdin innan flokksins við sitjandi formann sem var Geir Hallgrímsson og hangir mynd af Geir á vegg forsætisráðherrans og greinilegt að Gunnar hefur verið að dunda sér við að kasta dart pílum í mynd af Geir enda litlir kærleikar með þeim félögum. Gunnar myndaði stjórn með hluta þingmanna Sjálfstæðisflokks með vinstri flokkum þess tíma sem nú heita nýjum nöfnum eins og Samfylking og Vinstri græn. Stjórninni hélst illa á efnahagsmálum eins og vinstri stjórnum almennt og sprakk hún á endanum. Teikninginn birtist í Morgunblaðinu í nóvember 1980.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR