17 ára drengur var dæmdur í stofufangelsi fyrir að skjóta flugeldum á lögreglu

Fyrir tveimur vikum tóku gildi ný lög í Danmörku um hertar refsingar meðal annars vegna árásar á lögreglu og slökkviliðsmenn með flugeldum í gildi og því hefur 17 ára piltur í dag verið úrskurðaður í gæsluvarðhald við dómstólinn í Glostrup.

Drengurinn var ásamt hópi annarra sem komu saman við járnbrautastöð Høje Taastrup í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um að þeir hafi skotið flugeldum á aðra. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var flugeldum skotið á lögregluþjónana. Enginn fékk þá þó í sig.

Fyrir dómi fullyrti 17 ára unglingurinn, samkvæmt sn.dk, að hann ætlaði ekki að meiða lögreglumennina, en á grundvelli eftirlitsgagna, svo sem eftirlitsmyndavéla, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Þegar ekki náðist í barnaverndarnefnd sveitarfélagsins var unglingurinn ekki vistaður á tryggri stofnun heldur settur í stofufangelsi heima fyrir.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR