144 reglugerðir felldar úr gildi

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, hefur fellt úr gildi 59 reglugerðir á sviði matvæla- og landbúnaðar og 85 reglugerðir á sviði sjávarútvegs- og fiskeldis. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að breytingarnar séu liður í aðgerðaáætlun um einföldum regluverks. 

Á síðustu mánuðum hafa samtals 1242 reglugerðir verið felldar brott en í október mánuði einum felldi ráðherrann út 1098 reglugerðir. 

Þetta er liður í aðgerðaráætlun ráðherrans til næstu þriggja ára um einföldun regluverks. 

„Með þessu erum við að stíga enn eitt skrefið í því að hreinsa til í regluverkinu á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Þetta er hagsmunamál fyrir allt samfélagið, enda er einfalt og skilvirkt eftirlit eitt helsta verkefni stjórnvalda til að tryggja sem best stöðugleika í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja til lengri tíma og búa þeim samkeppnishæft starfsumhverfi. Aðgerðaáætlun ráðuneytisins miðar vel en er hins vegar hvergi nærri lokið. Þannig mun ég síðar í þessum mánuði birta drög að frumvarpi til einföldunar regluverks og ráðgeri að mæla fyrir því á Alþingi síðar í vor,” segir Kristján Þór Júlíusson á vef stjórnarráðsins um tilgang verkefnisins .

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR