Lönd sem ekki þurfa eins nauðsynlega á andlitisgrímum og hlífaðrfötum að halda vegna baráttunnar við kórónaveiruna eru að kaupa upp birgðir heimsins af andlitsgrímum og hlífðarfötum fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Þetta hefur valdið mikilli hækkun á þessum vörum og það sem verra er, leitt til skorts í Kína þar sem þörfin er raunveruleg.
Fyrir utan þetta vandamál er svo verið að dreifa þessum vörum til fólks sem er ekki í fremstu víglínu í baráttunni við veiruna. Þetta segir framkvæmdastjóri WHO Tedros Adhanom Ghebreyesus.
Hann hrósar fyrirtækjum og stofnunum sem hafa tekið þá stefnu að einungis dreifa andlitsgrímum til þeirra starfsmanna sem eru í mestri hættu í að smitast vegna starfa sinna í að vinna gegn útbreiðslu veirunnar.
Eftirspurn 100 sinnum meiri en venjulega
Eftirspurn eftir vörum sem eiga að vernda þá sem þurfa að annast fólk sem hefur smitast af veirunni hefur rokið upp úr öllu valdi og er nú 100 sinnum meiri en venjulega.
Fyrirtæki sem framleiða andlitsgrímur og annann hlífðar búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk geta ekki annað eftirspurn og er nú svo komið að bið eftir þessum vörum getur verið frá fjórum upp í sex mánuði.
Áætlar WHO að læknar og hjúkrunarfólk á þeim stöðum sem verst hafa orðið úti í veiru smiti þurfi um það bil sjö til tíu prósent af öllum andlitsgrímum sem framleiddar eru í heiminum.
Dauðsföll rjúka upp
Síðustu daga hefur fjöldi nýrra smitaðra rokið upp. Staðfest eru hátt í 4000 ný smit í Kína og eru staðfest smit þá að nálgast 35.000. Á sama tíma hefur dauðsföllum fjölgað og eru skráð ný dauðsföll 86 og flest þeirra í Hubei héraði. Er fjöldi þeirra sem látist hafa af veirunni 722 og í þeirri tölu fyrsta dauðsfall amerísks ríkisborgara af völdum veirunnar í Kína.