Vilja upplýsingakerfi um peningaþvætti

Danskir bankar leggja það til við stjórnvöld að þeim verði veitt heimild með lögum til að stofna sameiginlegan upplýsingabanka um peningaþvætti. Fái banki grun um að einstaklingur eða félög stundi peningaþvætti eigi banki umfram allt að fá að deila þeim upplýsingum með öðrum bönkum segja forsvarsmenn dönsku bankanna. Þeir segjast líka vera tilbúnir til að verja stórum upphæðum til þróunar á slíku tölvukerfi. 

Eins og löggjöfin er í dag þá er bönkum óheimilt að miðla grun um peningaþvætti á milli sín. 

„Ef banki vill ekki lengur þjónusta einstakling vegna þess að bankinn hefur grun um að viðkomandi sé að þvætta peninga eða standi í ólöglegum gjörningum getur viðskiptamaðurinn einfaldlega farið í annan banka neðar í götunni og haldið peningaþvættinu áfram. Því meira sem bankar geta deilt á milli sín því meiri líkur eru á að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og að viðskiptavinir geti einfaldlega leitað uppi veikasta hlekkinn í keðjunni og haldið áfram sinni iðju,“ segir Ulrik Nøgaard talsmaður samtaka banka og fjármálastofnana í Danmörku.Tillagan hefur fengið misjafnar undirtektir en hún er ein af  25 tillögum frá samtökunum sem miða að því að hjálpa bönkum að bregðast við ætluðu peningaþvætti.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR