Venesúela fær bóluefni frá Rússlandi

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að ríkisstjórn hans muni kaupa 10 milljónir skammta af kórónubóluefni frá Rússlandi.

Bóluefnið, sem hefur verið kallað Spútnik V, verður afhent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, sagði Maduro í ríkissjónvarpsútsendingu.

Venesúela mun framleiða rússneska bóluefnið á rannsóknarstofum landsins, upplýsir fréttastofan AFP.

Í ágúst varð Rússland fyrsta landið til að skrá bóluefni gegn covid-19.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR