Varla margir á hjóli í dag?

Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík hefur þrengt mjög að bílaumferð á valdatíma sínum í borginni. Svo mikið að sumir tala um „hatur“ á fjölskyldubílnum. Fræg eru orð Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um að það þýddi ekkert að leggja götur í Reykjavík því þær fylltust bara strax að bílum.

En borgarmeirihlutinn hefur verð duglegur við að leggja gangsstíga og hjólastíga og benda fólki á að nota þá samgöngumáta frekar, ásamt strætó.

Eins og veðrið er í dag er óhægt um vik að fara um gangandi eða á hjóli. Þó ekki væri líka fyrir það að borgin hefur orð á sér fyrir slóðaskap þegar kemur að hreinsun gatna og gangstíga af snjó. Líklega er eins komið fyrir mörgum hjólhestinum í dag eins og þessum á myndinni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR